Saga - 2019, Page 133
Eins og áður kom fram er framleiðsla og sviðsetning á menningar -
arfi gjarnan notuð til að skapa áhugaverða viðkomustaði fyrir
ferðamenn og um leið fjárhagslegan ávinning fyrir samfélagið.62
Heimfæra má þá nálgun upp á tillöguna um nýjan miðbæ á Selfossi.
Tillagan sækir fyrirmyndir í horfin hús fortíðar, pakkar þeim í sett-
lega umgjörð miðbæjar og setur á svið sem vitnisburð um fortíðina
og býður ferðamönnum sem og heimamönnum að neyta. Þó að
fyrir hugaður miðbær eigi fyrst og fremst að vera „miðbærinn þeirra,
fólksins“ og hafa „alhliða miðbæjarstarfsemi“ er verið að freista þess
að gefa þeim horfnu húsum sem þar verða endurgerð framhaldslíf
í nýju og breyttu samhengi sem kann að virka sem aðdráttarafl fyrir
ferðamenn.63
Í viðtölum við arkitekta tillögunnar lýstu þeir því hvernig nýi
miðbærinn ætti að búa yfir aðdráttarafli. Annar arkitektanna lýsti
því svo að miðbærinn ætti að virka sem „segull“ á gesti og gangandi
til „að koma og vera, dvelja þarna, fá sér kaffi … versla þarna …
ekki bara rúlla í gegn eins og menn rúlla á bílnum í gegnum Selfoss
í dag. Heldur að þeir leggi bílnum, komi þarna og veri“.64 Hinn
arkitektinn lýsti því sem svo að „aðdráttarafl [væri] oft á tíðum, og
kannski fyrst og fremst, upplifunin“. Sagði hann að tillagan styddist
við „minni úr sögunni“ sem að áliti aðstandenda hennar hefðu
aðdráttarafl.65 Með tillögunni er því verið að skapa upplifun og
aðdráttarafl og í því augnamiði er einn liðurinn að tengja nýja mið -
bæinn fortíðinni, sögunni.66
Annar arkitektinn lýsti því einnig að nostalgía ætti sinn þátt í að
fólk leitaði gjarnan í umhverfi sem minnti á gamla tíma því það væri
„einhver tenging við það gamla“.67 Með miðbæjartillögunni er leit -
ast við að spila inn á tilfinningar eins og nostalgíu eða fortíðarþrá,
„ný gömul hús“ 131
— kynningarrit. Ritstj. Þorsteinn R. Hermannsson (Reykjavík: Vegagerðin 2012),
bls. 78. Í þessari breytingu á legu þjóðvegarins felast bæði áskoranir og
tækifæri fyrir Selfoss eins og fram kom í máli Ástu Stefánsdóttur, þáverandi
framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, á íbúafundi á Selfossi. Sjá:
Vettvangsnótur höfundar frá íbúafundi á Selfossi 24. ágúst 2017. Í vörslu höf-
undar.
62 Kirshenblatt-Gimblett, Destination Culture, bls. 149–153.
63 VJ 3, 2016; Vef. Ný heildarsýn á miðbæ Selfoss.
64 VJ 3, 2016.
65 VJ 2, 2016.
66 VJ2, 2016; VJ3, 2016.
67 VJ 2, 2016.