Saga - 2019, Qupperneq 135
hvernig Selfossi og nágrannabænum Eyrarbakka var stillt upp sem
andstæðum. Þannig var Selfossi lýst sem ungum bæ og að „engin
saga [væri] hérna á staðnum, ekkert eins og í líkingu við Eyrar -
bakka“.72 Eyrarbakki birtist þannig sem fulltrúi fortíðarinnar en
Selfoss sem „framtíðarbær“ eins og einn viðmælandi komst að orði.73
Annar arkitektanna lýsti tillögunni sem „ákveðinni tilraun“ þar
sem arkitektastéttinni, að honum meðtöldum, hefði mistekist að
gera huggulega miðbæi í seinni tíð.74 Fólk sækti í aðdráttarafl gam-
alla húsa fremur en eitthvað nýtt, jafnvel þótt það væri vel hannað.
Vísaði hann til þess að fólk sækti í gömlu miðbæina í Reykjavík og
Hafnarfirði og á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri vegna þess að þar
hefðu varðveist gömul hús.75 Þannig væru miðbæir með byggingar -
lagi, efnisvali og fjölbreytni úr fortíðinni, líkt og finna má á framan-
greindum stöðum, á einhvern hátt velheppnaðir og hefðu „að dráttar -
afl“, andstætt nýrri miðbæjum sem þættu jafnvel misheppn aðir.76
Merking og menningarlandslag
Arkitektarnir sem unnu að miðbæjartillögunni á Selfossi lýstu henni
sem ákveðinni tilvísun í menningararf. Hún hefði „sögulega teng-
ingu“ þar sem húsin væru „allt saman verulega gildandi kandídatar
í það að vera menningararfur … þó þau séu horfin“.77 Eins og kom
fram að framan er menningararfur flóknara fyrirbæri en svo að
hann einskorðist við að vera efnislegt fyrirbæri en Rodney Harrison
og Laurajane Smith hafa fremur fjallað um hann sem orðræðu. Þar
með er athyglinni beint að óefnislegum eiginleikum eins og sögu,
minningum, samhengi og staðsetningu.78
„ný gömul hús“ 133
72 VJ 8, 2017.
73 VJ 9, 2017. Sjá einnig: Vef. Egill Helgason, „Hinn „sögulegi“ miðbær á Sel fossi“,
Eyjan.is 26. febrúar 2018, http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2018/02/26/
hinn-sogulegi-midbaer-a-selfossi, 28. febrúar 2018.
74 Sambærileg viðhorf komu fram hjá viðmælendum úr hópi Selfyssinga, þ.e. að
hönnun nýrra miðbæja hefði oft mistekist en eldri miðbæir t.d. í Reykjavík og
Hafnarfirði væru velheppnaðir. Sjá: VJ 9, 2017.
75 VJ 3, 2016.
76 VJ 3, 2016; VJ 9, 2017.
77 VJ 2, 2016; VJ 3, 2016.
78 Harrison, Heritage — Critical Approaches, bls. 228–229; Smith, Uses of Heritage,
bls. 29 og 44; Ólafur Rastrick, „Movable Topographies“, bls. 152.