Saga - 2019, Page 138
Leiktjöld?
Umgjörð, umhverfi og ekki síst félagslegt samhengi og viðtökur
skipta máli varðandi sviðsetningu fortíðarinnar í nýjum miðbæ á
Selfossi. Þó að „menn verði ekki gangandi þarna um í peysufötum
og sauðskinnsskóm“86 hafa sumir orðið til að líkja nýja miðbænum
við leikmynd. Því er tilefni til að veita viðtökum áhorfenda athygli
en viðtökurnar hljóta að skipta máli þegar kemur að því að meta
hvort sviðsetning heppnist eða ekki.
Sú mynd af Selfossi sem birtist hjá viðmælendum mínum var að
Selfoss væri bær tuttugustu aldarinnar sem óx og dafnaði þegar
nútíminn hóf innreið sína með tækniframförum í samgöngum og
matvælaiðnaði. Í viðtölunum kom fram hvernig Ölfusárbrú gegndi
lykilhlutverki í uppbyggingu bæjarins og að fyrirtæki á borð við
Mjólkurbú Flóamanna87 og Kaupfélag Árnesinga88 hefðu skapað
atvinnutækifæri sem urðu til þess að byggð efldist enn frekar.89
Þættir úr fortíð og sögu Selfoss áttu drjúgan þátt í ímynd staðarins,
jafnt í augum viðmælenda minna meðal heimamanna og þeirra sem
tjáðu sig á opinberum vettvangi. Að sama skapi báru þeir bæinn
saman við nágrannabæinn Eyrarbakka og áttu sérkenni hans þátt í
því að skilgreina ímynd Selfoss. Hjá viðmælendum, líkt og í blaða -
skrifum, kom fram hvernig andstæður eiga þátt í að skilgreina
ímynd bæjarins. Þannig kom fram að Selfoss væri ekki Eyrarbakki,
ekki kirkjustaður, ekki „bárujárnsþorp“ og ekki gamall bær.90
vilhelmína jónsdóttir136
86 VJ 2, 2016.
87 Með tilvísun í „Mjólkurbúið“ áttu viðmælendur almennt við Mjólkurbú Flóa -
manna og starfsemi þess.
88 Með tilvísun í „Kaupfélagið“ áttu viðmælendur almennt við Kaupfélag
Árnesinga, þó að Kaupfélagið Höfn hafi líka borið á góma.
89 Hér er fyrst og fremst verið að vísa í þá mynd sem viðmælendur gerðu sér af
sögu Selfossbæjar. Um sögu og uppbyggingu bæjarins hefur m.a. verið ritað í:
Guðmundur Kristinsson, Saga Selfoss 1 — frá landnámi til 1930 (Selfoss: Selfoss -
kaupstaður 1991); Guðmundur Kristinsson, Saga Selfoss II — frá 1930–1960
(Selfoss: Selfosskaupstaður 1995); Erlingur Brynjólfsson, Baráttan við Fjallið.
Kaup félag Árnesinga 1930–1990 (Selfoss: Kaupfélag Árnesinga 1990); Páll Líndal,
Bæirnir byggjast — yfirlit um þróun skipulagsmála á Íslandi til ársins 1938 (Reykja -
vík: Skipulagsstjóri ríkisins og Sögufélag 1982), bls. 402–405.
90 VJ 7, 2017; VJ 8, 2017; VJ 9, 2017; VJ 10, 2017; VJ 11, 2017; Björn G. Björnsson,
„Ritvélar fortíðarinnar“, Dagskráin — fréttablað Suðurlands 30. apríl 2015, bls.
16; Friðrik Erlingsson, „Hér stóð bær sem pabbi byggði…“ Dagskráin —
fréttablað Suðurlands 22. apríl 2015, bls. 12.