Saga - 2019, Blaðsíða 142
Þannig virðast mörkin milli endurgerða af húsum sem raunveru-
lega voru til og nýrra húsa í „gamla stílnum“ ekki vera til staðar hjá
viðmælendum mínum úr hópi Selfyssinga, eða að minnsta kosti ekki
eins skörp og hjá arkitektunum. Viðmælendur úr hópi Sel fyss inga
virtust almennt ekki sjá sérstaka meinbugi á því að byggja ný hús í
„gömlum stíl“. Þannig koma fram ólík, blönduð og jafnvel andstæð
viðhorf til endurgerða og „gamla stílsins“. Orðnotkunin „gömul hús“
var frekar ómarkviss hjá viðmælendum mínum og virtist jafnt notuð
um hús sem hafa verið til í fortíðinni og ný hús í „gamla stílnum“.
Samkvæmt viðtölunum er uppi krafa um heiðarleika sem birtist
meðal annars í því að það eigi að vera ljóst að ekki sé um uppruna -
leg hús að ræða heldur séu þau endurgerðir. Þá virðist skipta fólk
máli að saga húsanna verði sögð. Þannig er um að ræða siðferðis -
lega og tilfinningalega kröfu um sanngildi líkt og Regina Bendix
hefur gert skil.106 Einnig komu fram sjónarmið þess efnis að mögu-
lega yrði merking miðbæjarins önnur fyrir heimamönnum, sem
þekktu tilurð hans og samhengi, heldur en fyrir gestum og ferða -
mönnum sem myndu upplifa bæinn á annan hátt. En „sannleikur -
inn hefur svo margar hliðar“ eins og annar arkitektanna sem rætt
var við komst að orði.107 Mörk hefðbundinna andstæðupara eins og
gamals og nýs, upprunalegs og endurgerðar, alvöru og gervi eru
ólík, jafnvel þverrandi, og virðast byggjast á mismunandi staðar-
tengslum, þekkingu og viðhorfum, eða „þröskuldum“, sem ólíkir
hópar hafa.
Fortíðleiki á Selfossi
Fortíðleiki eins og Cornelius Holtorf fjallar um hann byggir á því að
fólk skynji eða upplifi til dæmis húsbyggingu þannig að því finnist
hún á einhvern hátt bera fortíðinni trúverðugt vitni, að húsið gæti
allt eins verið úr fortíðinni. Þannig er skynjun áhorfanda á fortíð -
leika mikilvægari en að viðkomandi hús sé raunverulega „gam-
alt“.108 Tillagan um nýjan miðbæ á Selfossi byggir í grunninn á þess-
ari hugmynd: Að hægt sé að skapa tilfinningu fyrir fortíðinni alfarið
í samtímanum og með umræddum húsbyggingum sé verið að „gera
vilhelmína jónsdóttir140
106 Bendix, In Search for Authenticity, bls. 7; Timothy og Boyd, Heritage Tourism,
bls. 238.
107 VJ2, 2016.
108 Holtorf, „On Pastness“, bls. 430–431; Holtorf, „Perceiving the Past“, bls. 500.