Saga - 2019, Blaðsíða 146
að byggja kirkjuna í fullri stærð en í viðtölunum ræddu aðstandend-
ur tillögunnar heldur um bygginguna sem eins konar minnisvarða
eða jafnvel listaverk um dómkirkjur sem stóðu í Skálholti á miðöld-
um, þótt útlitið á tölvugerðu kynningarmyndunum minni enn á
mið aldadómkirkju.126
Samhengisins vegna er rétt að geta þess að sú hugmynd að endur -
gera miðaldadómkirkju á sér aðdraganda sem í raun má segja að sé
ákveðinn formáli þeirrar tillögu um nýjan miðbæ á Selfossi sem hér
er til umfjöllunar.127 Á kirkjuþingi 15. nóvember 2011 kynnti Guðjón
Arngrímsson, sem jafnframt er einn af forsvarsmönnum Sigtúns
þróunarfélags, hugmyndir um að reisa endurgerð af miðaldadóm-
kirkju í Skálholti.128 Af byggingu hennar varð ekki. Af fjölmiðlaum-
fjöllun má ráða að framkvæmdin hafi verið umdeild.129 Það urðu þó
ekki endalok hugmyndarinnar um að endurgera með einhverjum
hætti miðaldadómkirkju. Hugmyndin öðlaðist framhaldslíf í tillög-
unni um nýjan miðbæ á Selfossi.130
vilhelmína jónsdóttir144
endur mínir um kirkjuna, miðaldakirkjuna eða miðaldadómkirkjuna þegar
umrædd bygging var til umræðu, þótt aðstandendur tillögunnar og arki -
tektar hafi frekar talað um minnisvarða. Til einföldunar verður því hér eftir
rætt um bygginguna sem kirkju þó ekki sé um kirkjubyggingu að ræða og
ekki standi til að í henni fari fram kirkjuleg starfsemi.
126 VJ 3, 2016; VJ 5, 2016.
127 VJ 5, 2016.
128 Vef. Árni Svanur Daníelsson, „Vilja endurreisa miðaldadómkirkju í Skál -
holti“. Þjóðkirkjan, 16. nóvember 2011, http://kirkjan.is/2011/11/vilja-endur -
reisa-midaldadomkirkju-i-skalholti/, 20. nóvember 2017.
129 Um andstöðu við hugmyndina sjá t.d. ummæli þjóðminjavarðar um að eftir-
líkingar geti skaðað sögustaði: Vef. „Miðaldarkirkja gæti skaðað“ Ríkis útvarpið
18. nóvember 2011, http://ruv.is/frett/midaldarkirkja-gaeti-skadad, 21. nóv-
ember 2017. Sjá einnig: Vef. „Leggjast gegn miðaldadómkirkju í Skál holti“,
Ríkisútvarpið 13. október 2013, http://www.ruv.is/frett/leggjast-gegn-mid
aldadomkirkju-i-skalholti, 21. nóvember 2017; Vef. „Byggingin frekar söguföls-
un en tilgátuhús“, Vísir 23. október 2012, http://visir.is/2012710239959/byg-
gingin-frekar-sogufolsun-en-tilgatuhus, 30. mars 2018. Um jákvæðni í garð
hugmyndarinnar sjá t.d.: Vef. Kjartan Kjartansson. „Vilja miðaldakirkju í
Skálholt“, Morgunblaðið 16. nóvember 2011, http://www.mbl.is/greinasafn/
grein/1400183/, 20. nóvember 2017. Sjá einnig: Vef. „Miðalda dómkirkja á dag-
skrá kirkjunnar“, Ríkisútvarpið 24. október 2014, http://www.ruv.is/frett/mid
aldadomkirkja-a-dagskra-kirkjunnar, 21. nóv em ber 2017.
130 Tillagan öðlaðist einnig framhaldslíf á vettvangi Þjóðkirkjunnar því unnið
hefur verið að hugmynd um að reisa menningarhús í miðaldastíl í Skálholti.
Sjá: Vef. „Miðaldakirkja á dagskrá kirkjunnar“.