Saga - 2019, Page 160
Barnaskólanefnd árin 1913 til 1914.14 Reyndar sagði Jónas sig úr
nefndinni í september 1914 án þess að ástæður væru tilgreindar.15 Á
þessu tímabili lagði hann fram harðorðar ábendingar um skólahald í
heilbrigðisskýrslum til landlæknis, meðal annars um aðbúnað og
þrifnað í skólum. Einnig mæltist hann til að skólaeftirlit yrði haft með
farandskólum í sveitum þar sem aðstaða þar væri oft léleg og þrifn -
aður lítill. Ekkert eftirlit væri þar með heilsufari barnanna. Hann
sagði börnin „geta fært hvert öðru næma sjúkd., eins og altítt er um
kláða, sum ef til vill berklaveik. Þannig er farandskennslan öllu frekar
útbreiðslustofnun fyrir sjúkdóma en lærdóma“.16 Í skýrslu héraðs -
læknis árið 1915 kemur fram að læknirinn þekkti dæmi um að
kennslu kona hefði smitað nemanda af berklaveiki og taldi sig þekkja
fleiri svipuð dæmi. Í athugasemdum hans kemur þó einnig fram að
öll börnin í barnaskólanum á Sauðárkróki hafi verið skoðuð en ekki
hvort það hafi verið gert að ósk skólanefndar. Skóla skoðun þessi
leiddi í ljós að þriðjungur nemenda hafði hryggskekkju og meira en
helmingur var lúsugur. Að lokum lagði læknirinn til að gera þyrfti
„kenslunefndum að skyldu, að láta lækni líta eftir skólunum“.17
Hinn 6. september árið 1916 var, með bréfi Stjórnarráðs, komið á
lækniseftirliti í barna- og unglingaskólum eftir tillögum landlæknis
og er tekið fram í skýrslum landlæknis að ábendingar héraðslækna
um nauðsyn þess að koma á slíku eftirliti hafi haft áhrif á þessa til-
lögu. Einnig lét landlæknir þess getið að læknar hafi tekið misjafn-
lega í þessar aðgerðir.18 Fræðslumálastjóri sendi skóla- og fræðslu-
nefndum bréf þann 9. september 1916 þar sem tilkynnt var ákvörð -
un um tillögu landlæknis og að skólar fengju engan styrk úr lands -
sjóði nema að tilskylt lækniseftirlit hefði farið fram í skólanum (sjá
mynd 4). Á sama tíma ritaði Guðmundur Björnsson, þáverandi land -
læknir, grein í Læknablaðið til að fylgja eftir þessari ákvörðun. Þar
kom fram að meginástæða þessarar ákvörðunar hafi verið að verjast
smitsjúkdómum og bæta aðbúnað skólabarna.19
linda björk og sólborg una158
14 HSk. N00247-A-1. Gjörðabók Barnaskólanefndar Sauðárhrepps 1899–1935. 12.
desember 1913 og 15. september 1914.
15 Sama heimild, sama stað.
16 Heilbrigðisskýrslur 1911–1920. Samið hefir eftir skýrslum hjeraðslækna landlæknirinn
á Íslandi (Reykjavík: Fjelagsprentsmiðjan 1922), bls. 12, 21, 37, 53.
17 Sama heimild, bls. 66.
18 Sama heimild, bls. CII–CV.
19 Guðmundur Björnsson, „Um heilsuháska í barnaskólum og öðrum alþýðuskól-
um“, Læknablaðið 2 (1916), bls. 139.