Saga - 2019, Page 163
heilsufari hinnar uppvaxandi kynslóðar er hið merkilegasta mál, og
er annað eins fúsk og hér hefir verið stofnað til því ekki samboðið,
svo sem læknum mun almennt vera ljóst“.26
Segja má að lagaramminn utan um skólakerfið hafi ekki verið
mikill í byrjun tuttugustu aldar. Í fræðslulögum frá 1936 segir:
„Lækniseftirlit með heilbrigði skólabarna og kennara og hollustu-
háttum skólanna skal haga eftir því sem fræðslumálastjórn ákveður
í samráði við heilbrigðisstjórn“.27 Um miðbik aldarinnar voru lögð
fram lög og reglugerðir sem komu skólaeftirlitinu í fastari skorður.
Árið 1955 voru sett ný lög um heilsu verndarstöðvar en í þeim lög -
um kom fram að heilsverndar stöðvarnar skyldu taka að sér skóla-
eftirlit. Árið 1957 voru svo sett lög um heilsuvernd í skólum.28 Áður
hafði landlæknir unnið að því að koma á fót embætti skóla yfir -
læknis fyrir allt landið og var slíkt ákvæði sett í lög um fræðslu
barna árið 1946. Það var þó ekki fyrr en árið 1956 að fyrsti skólayfir -
læknirinn, Benedikt Tómasson, var skip aður í embætti.29
Eftirlit kennara
Um aldamótin 1900 fór einnig fram nokkur umræða um eftirlit
kennara með skólabörnum. Árið 1891 skrifar J. Þ. áhugaverða grein
í Tímarit um uppeldi og menntamál.30 Greinin ber heitið „Nokkrar
athugasemdir um varðveizlu á heilsu skólabarna“ og bendir grein-
arhöfundur á þá ábyrgð sem kennari hafi gagnvart nemendum sín-
um.31 Nokkur atriði eru dregin fram sem leggja verði á áherslu til að
viðhalda heilsu skólabarna en þau eru: Gott loft, jafn hiti, góð birta,
góð líkamsbeiting, hreinlæti, aðgengi að góðu drykkjarvatni og gott
viðurværi. Höfundur taldi í greininni að langt sé frá því að skóla -
börn hafi öll gott viðurværi og taldi það standa í vegi fyrir „andleg-
líkamsþroskun barna 161
26 Heilbrigðisskýrslur 1929. Samdar af landlækni eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum (Reykjavík: Ríkisprentsmiðjan Gutenberg 1931), bls. 86–87.
27 Baldur Johnsen, „Qui Bono? Af brautryðjandastarfi Guðmundar Hannes son -
ar“, bls. 20.
28 Sama heimild, bls. 21.
29 Benedikt Tómasson, „Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna“, bls. 178.
30 Að öllum líkindum er höfundur Jón Þórarinsson stofnandi og skólastjóri
Flensborgarskóla og fyrsti fræðslumálastjóri á Íslandi.
31 J. Þ., „Nokkrar athugasemdir um varðveizlu á heilsu skólabarna“, Tímarit um
uppeldi og menntamál 4 (1891), bls. 61–62.