Saga - 2019, Side 164
um og líkamlegum framförum“ barnanna. Höfundur taldi það al -
menna vitneskju að viðurværi á „mörgum heimilum í fátækum
sjáfarsveitum“ væri ekki viðunandi fyrir vinnandi fólk og börn sem
séu að taka út andlegan og líkamlegan þroska.32 Í greininni er lögð
áhersla á að kennarinn skuli fylgjast með nemendum sínum og láta
yfirvöld vita ef hann telji börn vannærð og umhirðu foreldra ábóta -
vant. Ætla má að í huga Jóns Þ. Björnssonar hafi besta leiðin til að
rannsaka „líkamsþroskun“ og fylgjast með viðurværi nemenda sinna
heima fyrir verið að mæla skólabörnin ár hvert, að hausti og aftur
að vori, og var hann ekki einn um þá skoðun.
Árið 1914 birtist í Skírni grein eftir Pál Jónsson þar sem hann
gerir hæð Íslendinga að umtalsefni. Þar segir að Guðmundur Hannes -
son hafi fengist mikið við mælingar á hæð barna og ung linga síð -
ustu ár og að Pálmi Pálsson kennari hafi mælt nemendur Mennta -
skólans í Reykjavík á hverju hausti frá 1901. Páll Jónsson þessi var
kennari á Hvanneyri. Hann mældi þar hæð 111 karlmanna á aldrin-
um 16–71 árs. Hann taldi þó ekki hægt að draga miklar ályktanir út
frá þessum mælingum því að í fyrsta lagi þyrfti fleiri mælingar og í
öðru lagi virtust mælingar hér á landi „of háar“. Ástæður þess gætu
verið „að tiltölulega flestir af þeim, er mældir hafa verið, hafi verið
af efnuðu fólki komnir, sem hefir séð sér fært að láta syni sína ganga
skólaveginn, en færri af sonum vinnumanna, verkmanna og fátæk -
linga, er við þrengri kjör eiga að búa, og því geta álitist minni vexti“.
Hann taldi nauðsynlegt að mæla hæð og þyngd á hverju skóla ári
í öllum skólum til þess að fylgjast með vexti og þroska ungling-
anna.33
Sama ár var birt í Skólablaðinu skýrsla um mál á líkamsþroska
(hæð, gildleika og þyngd) nemenda við barnaskólann á Eskifirði 1913
til 1914. Henni var ætlað að vekja athygli annarra kennara á að veita
líkamsþroska skólabarna eftirtekt, því sé líkamsþroski barna ekki eðli-
legur þurfi að leita orsaka svo hægt sé að grípa inn í í tæka tíð.34
Árið 1916 er svo sagt frá því að Skólablaðinu hafi borist skýrslur
um mælingar skólabarna í Flateyrarskóla, barnaskólanum á Eski -
firði og Sauðárkróksskóla. Skýrslan um líkamsþroskun barna frá
Sauðárkróksskóla er sögð „mjög fullkomin og nákvæm“ en mæld
linda björk og sólborg una162
32 Sama heimild, bls. 70–71.
33 Páll Jónsson, „Hæð Íslendinga“, Skírnir 88 (1914), bls. 82–88, sjá bls. 86.
34 „Mál á líkamsþroska (hæð, gildleika og þyngd) nemenda barnaskólans á
Eskifirði skólaárið 1913–1914“, Skólablaðið 8:6 (1914), bls. 95.