Saga - 2019, Page 166
Jón Þ. Björnsson gekk lengra í mælingum sínum á Sauðárkróki
en starfsbræður hans en við höfum ekki fundið heimildir fyrir að
krafta- og andrýmismælingar hafi verið gerðar í öðrum skólum á
landinu. Árið 1913 birtist í Skírni grein eftir Jónas Jónsson þar sem
hægt var að lesa um allar þær sömu mælingar og Jón gerði, sem
voru framkvæmdar í barnaskóla í Parísarborg. Þar voru þó einungis
piltar mældir og er mælingunum lýst ítarlega og eru þær mjög í lík-
ingu við mælingar Jóns:
En eigi að dæma um líkamsþroska barna með mælingum eru venjulega
höfð fimm áhöld, sum algeng. Það er vog, hæðarmælir, þyktarmælir,
aflmælir og lungnamælir. Með hæðarmælinum er mæld hæðin, með
þyktarmælinum herðabreiddin. Aflmælirinn er sporöskjulöguð stál -
fjöð ur, sem hreifir vísi á tölustiga, eftir því, hve fjöðrinni er þrýst mikið
saman. Lungnamælirinn er áhald, sem sýnir, hve miklu lofti maður get-
ur andað frá sér.
Þyngd barnsins, hæð og herðabreidd gefa yfirlits hugmynd um lík-
amsþroskann. Aflmælirinn er beygður saman með annari hendi, milli
lófans og fingranna. Vísirinn sýnir þá handstyrkinn. Reyndar segir sú
raun alls ekkert um aflið í öðrum líkamshlutum, t.d. bolnum. Annan
galla má henni til foráttu finna, þann, að sýna að eins hámark orkunnar
eitt augnablik en ekki þolið, sem mest er þó undir komið í daglegu
lífi. En þrátt fyrir báða þá ókosti er aflmælirinn einfaldast og handhæg-
ast þeirra áhalda, sem mæla má með mannlega orku og viljastyrk að
nokkru leyti.
Margar athuganir sýna, að gott brjóst, lungu, sem rúma mikið loft,
og geta skift lofti ört, er áreiðanlegt merki um mikinn lífsmátt, fjör og
þol.38
Aðeins ári eftir að þessi grein birtist var Jón Þ. Björnsson byrjaður
að mæla gripstyrk og andrýmd í Barna- og gagnfræðiskóla Sauðár -
króks39 svo ætla má að hann hafi tekið upp þessar mælingar og
útvegað sér mælitækin eftir að hafa lesið um mælingarnar úr barna-
skólanum í Parísarborg.
Jón var mjög skipulagður í skráningu á mælingum sínum. Fyrir
hvern einstakling skráði hann niður breytingu á öllum mæling -
unum frá sumarmisseri árinu áður og sá þá hvernig hvert skólabarn
þroskaðist yfir skólaárið. Hann reiknaði út meðaltal fyrir hverja
mælingu yfir skólaárið til þess að fá yfirsýn yfir líkamsþroska nem-
linda björk og sólborg una164
38 Jónas Jónsson, „Nútíma hugmyndir um barnseðlið“, Skírnir 87 (1913), bls. 154.
39 Heilbrigðisskýrslur 1911–1920, bls. 12, 21, 37, 53.