Saga - 2019, Síða 181
Hafnarfirði.20 Umræðan er reifuð í kaflanum „Framtíð íslensks
lækn ingaminjasafns“ í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lækninga -
minja safnið frá árinu 2014 en hefur, fimm árum síðar, ekki fengið
nein endalok.21
Á tímabilinu sem liðið er frá því að Lækningaminjasafnið lagði
upp laupana hafa komið fram misraunhæf áform um miðlun sögu
lækninga innan vébanda annarra stofnana.22 Þar hefur áherslan oft
verið á sýningahluta safnsins en minna rætt um innra starf þess og
það hlutverk sem Lækningaminjasafnið hafði sem ábyrgðarsafn á
sviði lækningaminja í landinu öllu. Allir þættir safnastarfsins skipta
jafnmiklu máli og ganga hver inn í annan. Þegar horft er fram hjá
þeim þætti safnastarfs sem miðar að því að byggja upp safnkostinn
og góð og aðgengileg gagnasöfn sem nýtast til rannsókna og fræðslu
þá gleymist að áhugaverðar sýningar byggja undantekningarlaust á
markvissu innra starfi sem miðar að því að styrkja safneignina.23
Hér hefur því verið reynt að gera grein fyrir nokkrum af þeim fjöl-
mörgu verkefnum sem unnin voru á vegum Lækninga minjasafns
og miðuðu að því að stuðla að varðveislu heilbrigðis minja en lögð -
ust af þegar safninu var lokað vorið 2013. Þar með má segja að söfn-
un og varðveisla heilbrigðisminja sé komin á sama stað og áður en
Lækningaminjasafnið var stofnað haustið 2007. Lögum samkvæmt
tók Þjóðminjasafnið aftur við lækningaminjunum til varð veislu en
án þess að safnið markaði stefnu um söfnun heilbrigðisminja og án
í minningu safns 179
20 Vef. Bergljót Baldursdóttir, „Hús Lækningaminjasafns drabbast niður“, Spegill -
inn 20. nóvember 2018, RÚV, https://www.ruv.is/frett/hus-laekningaminja-
safnsins-drabbast-nidur, 3. ágúst 2019; Vef. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir, „Sel -
tjarnarnes vill selja Lækningaminjasafn“, Fréttastofa RÚV 6. desember 2018,
RÚV, https://www.ruv.is/frett/seltjarnarnes-vill-selja-laekningaminjasafn, 3.
ágúst 2019.
21 Vef. „Lækningaminjasafn Íslands. Skýrsla til Alþingis“, Ríkisendurskoðun, apríl
2014, https://rikisendurskodun.is/wp-content/uploads/2016/01/Laekninga
minjasafn_Islands.pdf, bls. 23–27, 3. ágúst 2019.
22 Vef. Þröstur Haraldsson, „Verður Lækningaminjasafn á Seltjarnarnesi að veru-
leika?“ Læknablaðið 103:4 (2017), https://www.laeknabladid.is/tolublod/2017/
04/nr/6383, 3. ágúst 2019.
23 Rannsóknir á safngripum og fræðslu- og sýningarstarf vekja nýjar spurningar
sem varpa ljósi á það hvar má bæta safneignina. Einnig berast söfnum upplýs -
ingar í gegnum fyrirspurnir, spurningaskrár og gjafir sem er haldið til haga í
gagna- og bókasafni safnsins. Saman mynda gripir og gögn þeim tengd gagna-
safn sem í tímans rás getur öðlast mikla dýpt.