Saga - 2019, Blaðsíða 187
son „málsvörn sagnfræðings fyrir hnignunarkenningunni“ (AK 36,
sbr. AK 113). Sannleikurinn er sá að meirihluti bindisins fjallar um
framleiðslu þjóðarinnar, einkum matvælaframleiðslu, og þar hefði
það verið hrein sögufölsun í handbók að fjalla ekki rækilega um
hnignunarkenninguna að því leyti sem hún snýst um samdrátt í
framleiðslu. Hér var það hreinn talnasamanburður sem leiddi mig
að þeirri niðurstöðu að framleiðsla hefði dregist verulega saman á
tímabilinu frá hámiðöldum til átjándu aldar. Það varð að megin -
niður stöðu þeirrar bókar, en aðeins hennar.7
Önnur viðfangsefni mín í handbókinni geta auðveldlega leitt að
öðrum niðurstöðum. Núna er ég til dæmis að þoka áleiðis bókar-
hluta um húsakost Íslendinga á miðöldum og er búinn, og var
búinn áður en bók Axels kom út, að komast að þeirri niðurstöðu að
heimildir, einkum fornleifar, sýndu ekki almennan samdrátt í stærð
íbúðarhúsa á síðmiðöldum og merki væru þar um eina tæknilega
framför. Þessi ályktun er að vísu reist á allt of fáum dæmum en ef
ekkert á eftir að koma í ljós sem breytir henni, og mér tekst að ljúka
bindinu, þá verður sannarlega ekki þagað um hana. Umræða um
hnignunarkenninguna í heild bíður svo einhvers enn síðara bindis,
ef einhvern tímann kemur að því, en ég lofa engri eindreginni niður -
stöðu. Eins og Axel ræðir í bók sinni, og ég hafði raunar rætt á prenti
áður,8 er hnignun flókið hugtak og lýtur tæplega vísindalegri skil-
greiningu (AK 37). Það merkir að mínu mati alls ekki að hugtakið sé
ónothæft í sagnfræði, kannski er það aðeins nothæft í samræðum
þeirra sem eru nokkurn veginn sammála um hvað eigi að kalla
hnignun. Og það er líklega smekksmunur hvort fólki finnst besti
kosturinn að skipa sér í flokk með henni eða á móti.
Ein leiðin til að gera lítið úr framlögum eldri kynslóðar fræði-
manna er að gefa í skyn að þeir fylgist ekki með nýjungum í fræðun-
um. Axel segir að þrátt fyrir háan aldur minn megi líta á Lífsbjörg
Íslendinga „sem samræðu við ennþá eldri fræðimenn sem nú eru
flestir gengnir til feðra sinna en nýrri rannsóknir eru að miklu leyti
hunsaðar“ (AK 36–37). Þarna nefnir Axel ekki eitt einasta dæmi
þessu til stuðnings heldur vísar í ritdóm Orra Vésteinssonar um
Lífsbjörg í Sögu þar sem fundið var að því að ég fjallaði lítið og skiln-
sjálfsvörn gamla mannsins 185
7 Gunnar Karlsson, Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar. Handbók í íslenskri
miðaldasögu III (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2009). Framvegis verður vísað í bók-
ina innan sviga í meginmáli með stöfunum GK og blaðsíðutali.
8 Gunnar Karlsson, „Saga og eðli hnignunarkenningar“, bls. 106.