Saga - 2019, Page 197
Hvammsvík og Þórður í Glasgow átti Hvamm II og hinn helming
Hvammsvíkur á móti nafna sínum. Hinir ákærðu áttu því umtals-
verðar jarðeignir í Kjós þótt ekki komi þær allar með beinum hætti
við það dómsmál sem hér er fjallað um.2
Í maí 1892 lögðu Þorkell Bjarnason sóknarprestur á Reynivöll -
um, Eggert Finnsson bóndi á Meðalfelli og Hans Stephensen bóndi
á Hurðarbaki fram kæru á hendur þeim veiðifélögum, Þórði hrepp-
stjóra og Þórði í Glasgow. Samkvæmt nefndum eigendalista átti
Reynivallakirkja jarðirnar Sogn, Reynivelli, Vindás og Seljadal, eða
drjúgan hluta Laxárdals norðan ár. Jafnframt fylgdi Reynivallakirkju
þriðjungur veiðiréttar í Laxá fyrir landi Neðra-Háls.3 Séra Þorkell
átti þannig nokkurs að gæta en jafnframt var hann alþingismaður
og hafði verið flutningsmaður frumvarps um laxafriðunarlögin í
neðri deild Alþingis. Hinir tveir kærendurnir áttu einnig hagsmuna
að gæta. Eggert Finnsson átti Meðalfell og Meðalfellskot. Bærinn
Meðalfell stendur sunnan undir samnefndu felli og á lendur að
Laxá, Bugðu og Meðalfellsvatni. Hurðarbak, eignarjörð Hans Steph -
ensen er í Laxárdal sunnan Laxár og norðan við Meðalfell. Hér tók-
ust helstu höfðingjar Kjósar á um gjöfulustu hlunnindi hrepps ins.
Samanlagt fóru hinir kærðu og kærendur með stóran hluta veiðirétt-
ar í Laxá og Bugðu. Hafin var rannsókn þegar um sumarið og tæpu
ári síðar, í júní 1893, kvað sýslumaður upp úrskurð um bann við
þvergirðingu árkvísla í Laxvogi með netum.
Samhliða rannsókn í Laxvogsmáli kom upp annað mál og báru
bændur nú sakir hver á annan á víxl. Þórður, hinn ákærði hrepp-
stjóri, tilkynnti sýslumanni að Eggert Finnsson, einn þriggja kær -
enda í Laxvogsmálinu, og Einar Brynjólfsson bóndi í Meðalfellskoti
hefðu lagt laxakistu um þvera Bugðu þar sem hún rann um Meðal -
fellsland. Í þessu síðarnefnda máli kvað sýslumaður upp þann
úrskurð að Meðalfellsbændum væri óheimilt að þvergirða Bugðu
enda ættu þeir ekki einir veiðirétt í ánni.
Hér hefði báðum málum getað verið lokið án eiginlegrar dóms -
meðferðar ef veiðimenn hefðu fallist á ofangreindar niðurstöður.
Bugðumálið er ekki nefnt aftur í dóma- og þingbókum en Þórður
hreppstjóri og Þórður í Glasgow féllust ekki á úrskurð sýslumanns
laxveiði og friðun 195
2 Jarðirnar Hvammur og Hvammsvík liggja við sunnanverðan Hvalfjörð, norðan
við Reynivallaháls.
3 SK (Skjalasafn Kjósarhrepps). 2014/01. A:2, 1. Virðingargjörð um jörðina Neðra-
Háls, mannvirki, ræktun og hlunnindi.