Saga - 2019, Síða 200
ganga. Frumvarpið var samþykkt og afgreitt til efri deildar með
áorðnum breytingum.8
Framsögumaður í efri deild var Árni Thorsteinsson og skýrði
hann svo frá að nefndin legði til að frumvarpið yrði ekki fellt. Það
varkára orðalag virtist benda til að nefndarmenn, með Þorkel Bjarna -
son í forsvari, hafi viljað firra sig ábyrgð á ofangreindum breyting -
um sem þeir sjálfir höfðu ekki lagt til. Árni benti á að svo sem kunn-
ugt væri hefðu komið fram aðfinnslur og breytingar og „hafa sumar
þeirra, og það þær, sem sízt mátti ætla, komizt að“.9 Í heildina tekið
væri frumvarpið eins og það kom til efri deildar þó veruleg réttarbót
þrátt fyrir galla sem þar væri að finna.
Skiptar skoðanir voru meðal þingmanna í efri deild um frum-
varpið. Lárus E. Sveinbjörnsson taldi að í ákvæðum 2. greinar fælist
„nokkurs konar list til þess að koma öllum laxinum upp hjá, að gefa
veiðina þeim, sem fyrir ofan búa, en svipta þá veiði sem neðar eru
og hafa átt hana“.10 Aðrir sem tóku til máls í efri deild voru sam -
þykkir frumvarpinu í höfuðdráttum þótt gera mætti athugasemdir
við einstaka þætti og var það samþykkt þar óbreytt, eins og það
kom frá neðri deild, í einu hljóði.11
Af umræðum í báðum deildum má ráða að meirihluti þing-
manna hafi talið nauðsynlegt að skerpa á ákvæðum um friðun laxa
og verið tilbúnir að fallast á að þeir sem ofar byggju með veiðiám
fengju aukinn skerf í sinn hlut. Ekki virðist samt hafa mátt ganga of
hratt fram í að skerða viðtekinn veiðirétt næst sjó.
Í réttarskjölum, varnarskjali og dómsorði í Laxvogsmálinu er
vitnað til 2. og 3. greinar laga um friðun á laxi sem tóku gildi í febrú-
ar 1886, en þar segir í 2. grein:
Ekki má leggja net, setja garða eða aðrar fastar veiðivjelar lengra út í
nokkra á, en í hana miðja, og þó því að eins svo langt út, að hinn helm-
ingur árinnar sje eigi grynnri en sá sem þvergirtur er.
Nú vilja menn leggja net eða setja garða eða veiðivjel út frá báðum
löndum, og skal þá svo leggja, að ávalt sje 30 faðma bil eptir endilangri
ánni milli veiðivjela. Eigi einn maður veiði í á, er honum heimilt að
veiða með þvergirðing; en renni á í fleiri kvíslum, má enginn þvergirða
eina þeirra, nema meiri sje fiskiför í annari, og þó því að eins, að hann
eigi einn veiði í þeirri kvísl.
gunnar sveinbjörn óskarsson198
8 Sama heimild, d. 524–525, 755–757 og 771.
9 Alþingistíðindi 1885 A, d. 618.
10 Sama heimild, d. 619.
11 Sama heimild, d. 619–623.