Saga - 2019, Page 211
þar sem sjá mátti allar aðstæður nákvæmlega, hvernig áin kvíslaðist
þegar hún kom í voginn og hvar og hvernig netin voru lögð. Jafn -
framt fór rétturinn niður að Laxvogi og staðfesti að uppdrátturinn
væri réttur. Net voru tvö og voru þau mæld og niðurstöður færðar
til bókar: Fjarlægð frá ósi að efra neti mældist 116 faðmar, breidd
vogs við efra net 169 faðmar, lengd efra nets 37 faðmar, bil milli neta
(í straumstefnu) 95 faðmar, breidd vogs við neðra net 240 faðmar og
lengd neðra nets 38 faðmar.29 Dómarinn skoðaði allar kvíslarnar og
gat þess að syðsta kvíslin næst Laxárnesslandi væri nánast þurr um
fjöru. Þórður tók fram að hann þvergirti kvíslar ekki um fjöru. Netin
væru aðeins lögð þegar sjór væri fallinn í voginn. Loks hvatti hann
til „að höfðað yrði opinbert mál gegn sjer og Þórði Guðmundssyni
í Glasgow út af þessari veiði“.30
Verjandinn var ungur maður sem var um það bil að hefja glæst -
an feril, Páll Einarsson, um þessar mundir settur málflutningsmaður
við Landsyfirréttinn. Hann varð síðar sýslumaður í Gullbringu- og
Kjósarsýslu 1899–1908, fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908–1914
og hæstaréttardómari 1919–1935.31 Ekki er að finna heimildir um að
Páll hafi komið að málinu fyrr en að munnlegum málflutningi lokn-
um. Vörnin var eingöngu skrifleg og varnarskjalið var ritað fast að
mánuði síðar. Verjandinn nefndi aðeins annan sakborninginn á nafn,
Þórð Guðmundsson á Neðra-Hálsi, þótt í skjalinu komi fram að sak-
borningar hafi verið tveir.
Páll lagði áherslu á að skjólstæðingur hans vildi engu leyna,
miklu fremur allt gera til þess að upplýsa málið, enda teldi hann sig
ekki hafa brotið lög, „en til þess að fá einhvern enda á hinum sí -
felldu kærum og klögumálum vinar síns prestsins í Kjósinni, hefur
hann sjálfur óskað eftir að mál yrði höfðað“. Um væri að ræða mikil -
vægt „atvinnuspursmál“ (orðalag verjanda) sem nauðsynlegt væri
að fá úrskurð um. Páll lýsti árkvíslum sem upp komu um fjöru en
yfir tvær þeirra voru lögð net þegar flæddi að. Aðra kvíslina, næst
landi Neðra-Háls, sagði hann flytja um 7/8 hluta vatnsins í Laxá en
hin kvíslin, næst landi Laxárness, væri aðeins sytra sem flytti sjó -
vatn þegar fjaraði út og um fjöru aldrei laxgeng. Hann sagði voginn
laxveiði og friðun 209
29 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Gullbringu- og Kjósarsýsla. GA/11, 2. Þingbók 1891–1895,
bls. 310.
30 Sama heimild, bls. 309–311.
31 Vef. „Páll Einarsson“, https://www.haestirettur.is/haestirettur/fyrrverandi-
domarar/, 12. maí 2019.