Saga - 2019, Page 217
THE LEGENDARy LEGACy: TRANSMISSION AND RECEPTION OF
THE FORNALDARSÖGUR NORÐURLANDA. Ritstj. Matthew Dri -
scoll, Silvia Hufnagel, Philip Lavender og Beeke Stegmann. Uni versity
Press of Southern Denmark. Óðinsvé 2018. 457 bls. Heimilda skrá,
hand ritaskrá, atriðisorðaskrá.
Norrænum miðaldabókmenntum er gjarnan skipt í nokkra flokka bók-
menntagreina, sem síðan má deila um hvort nokkur stoð sé fyrir, og er sú
hefð nokkuð gömul. Ein grein hefur nefnst „fornaldarsögur Norðurlanda“
síðan Carl Christian Rafn gaf þær út undir því heiti. Þó að þær hafi alltaf
verið vinsælar lágu fornaldarsögur lengi óbættar hjá garði í fræðilegri
umfjöllun. Segja má að breyting verði á í upphafi tíunda áratugarins og sér-
staklega á síðustu tíu árum hefur rannsóknum á þeim fjölgað allverulega
með fjölda ráðstefna, tímaritsgreina og greinasafna. Nýjasta viðbótin í þessa
flóru er greinasafnið The Legendary Legacy: Transmission and Reception of the
Fornaldarsögur Norðurlanda, ein afurð af stóru rannsóknarverkefni við
Árnasafn í Kaupmannahöfn sem nefnist Stories for all time.
Í sem stystu máli sagt er bókin þörf, mikilvæg og góð. Efni greinanna er
mjög breitt og sömuleiðis er nálgun greinarhöfunda mjög fjölbreytileg,
margt óútgefið efni tekið til skoðunar og annað eftir því til fyrirmyndar.
Vegna þess hve mikil bókin er að vöxtum verður hér stiklað á stóru yfir
kosti og fáeina lesti bókarinnar og því er óhjákvæmilegt, þótt miður sé, að
fjallað verði ítarlegar um sumar greinar en aðrar.
Að loknu ágætu yfirliti Matthews Driscoll um efni bókarinnar skrifar
Aðalheiður Guðmundsdóttir fjarska góða grein um hvernig hetjur fornaldar -
sagna lifa einnig í munnlegri sagnahefð eftir að sögurnar voru festar á bók-
fell, þar með talið í kappatölum, sagnadönsum, sagnakvæðum, vikivökum,
lausavísum og þulum (bls. 20). Kvæði eru vanræktur þáttur í fornaldar-
sagnarannsóknum svo það er fengur að þessari grein. Á eftir fylgir grein
eftir Massimiliano Bampi þar sem hann tekur til skoðunar ólíkar frásagnir
af Starkaði gamla og hvernig þær taka breytingum í yngri heimildum, svo
sem í Starkaðar sögu gamla sem byggir á frásögnum Danasögu Saxa mál -
spaka og Gautreks sögu, en sú síðarnefnda er sjálf ungleg saga rituð ein-
hvern tíma fyrir 1760 og ákveðnar hugmyndir uppi um höfunda bæði sög-
unnar og meðfylgjandi kvæða (bls. 55–56). Sagan hefur af þessum sökum
ekki notið mikillar athygli hingað til en Bampi bendir á að það sé ekki síst
þetta sem geri söguna merkilega því hún sýni vel hversu sterk sagnahefðin
um Starkað mun hafa verið (bls. 60–61).
Viðar Hreinsson sýnir í grein sinni hversu ljóslifandi arfleifð sagna af
Hervöru er í kveðskap síðari alda. Hann hafnar því að fornaldarsögur séu
R I T D Ó M A R