Saga - 2019, Side 222
Hildigunnur Ólafsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Sverrir Jakobsson,
ENGIN VENJULEG VERSLUN. SAGA ÁFENGIS- OG TÓBAKS-
VERSLUNAR RÍKISINS Í 90 ÁR. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
Reykjavík 2018. 420 blaðsíður. Myndir, töflur, tilvísana-, heimilda-,
mynda-, nafna- og atriðisorðaskrár. Rafræn útgáfa aðgengileg á: www.
vinbudin.is/heim/um_atvr/tabid-2400/tabid-2368/saga-ávr.aspx
Er einhver stofnun eða fyrirtæki á Íslandi sem hefur viðlíka samfélagsáhrif
og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins? Það er vandséð. Segja má að saga
þessa fyrirtækis sé samofin sögu þjóðarinnar og sambúðin hefur á tíðum
verið stormasöm. Hlutverk fyrirtækisins er að mörgu leyti sérstakt. Annars
vegar að sjá um sölu á áfengi og tóbaki samkvæmt lögum en á sama hátt að
reyna að draga úr neyslunni og gera vörur fyrirtækisins heldur ókræsilegar
fyrir neytendur. Annars vegar átti að skapa hinu opinbera arð af framleiðslu
og sölu og hins vegar að takmarka söluna. Skýrasta dæmi um slíkt var út -
litið á þekktustu framleiðsluvöru fyrirtækisins, íslensku brennivíni, en það
varð afar vinsælt þrátt fyrir að lögð hafi verið áhersla á að útlit flösku miðans
væri fráhrindandi. Þetta gat sett stjórnendur stofnunarinnar í nokkurn
vanda. Þannig sætti Áfengisverslunin gagnrýni árið 1926 fyrir að sitja uppi
með afar miklar birgðir af áfengi sem seldist ekki. Nýráðinn forstjóri, Guð -
brandur Magnússon, greip þá til þess ráðs að blanda saman ólíkum áfengis-
tegundum og selja undir vörumerki vínsölufyrirtækis í Portúgal. Þessi drykk-
ur var af almenningi var kallaður Tíkarbrandur og rokseldist og leystist þar
með birgðavandi verslunarinnar. Þessi ráðdeild Guðbrands var gagn rýnd
enda vart eðlilegt að blanda saman ólíkum tegundum með þessum hætti þó
fyrirtækið hafi ekki verið látið sæta ábyrgðar vegna þessara at hafna.
Áfengisverslun ríkisins var stofnuð í byrjun árs 1922. Tilgangur stofnun-
ar einkasölu ríkisins á áfengi var að koma skikki á innflutning áfengis. Þótt
almennt áfengisbann væri á Íslandi, sem tók gildi árið 1915, mátti flytja inn
áfengi sem lyf og einnig voru áfengisvökvar nauðsynlegir til framleiðslu
ein stakra vara og á kompása í skipum, svo dæmi sé tekið. Í júlímánuði árið
1922 varð jafnframt sú breyting á áfengisbanninu, vegna þrýstings frá Spán -
verjum, að leyfður var innflutningur á léttum vínum og varð það hlutverk
Áfengisverslunarinnar að sinna sölu þeirra. Löngu síðar, eða árið 1961, var
Tóbakseinkasala ríkisins sameinuð Áfengisversluninni og ÁTVR varð til
sem sú stofnun sem við þekkjum í dag.
Löngum hefur rekstur fyrirtækisins haft verulega þýðingu fyrir ríkis -
sjóð. Á árunum 1924 til 1934 voru tekjur ríkissjóðs af einkasölu áfengis yfir-
leitt 13% til 14% af heildartekjum. Þótt tekjur ríkissjóðs af sölu tóbaks og
áfengis hafi hlutfallslega minnkað stórlega skipta tekjurnar enn verulegu
máli.
Bókin Engin venjuleg verslun. Saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90
ár skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn heitir „Saga áfengismála fram um 1940“,
ritdómar220