Saga - 2019, Blaðsíða 229
hluta nítjándu aldar og Jóni Gissurarsyni á Núpi sem var löngu látinn þegar
Magnús tók til við sínar athuganir.
Katelin Parsons (bls. 57–86) gerir að umtalsefni handrit frá lokum sautj-
ándu aldar sem meðal annars geymir fjögur Maríukvæði (Lbs 399 B 4to) og
rýnir af skarpskyggni í samhengi þeirra innan um aðra texta í handritinu
með samanburði við önnur handrit með sambærilegum textum. Hún gerir
fullmikið úr hugsanlegu andófi manna við ríkjandi trúarsetningar og ein
millifyrirsögnin er „Dangerous manuscripts“ (bls. 65), en það er þá bara
deilurit Guðmundar Andréssonar frá 1649 sem laut að siðferðismálum en
ekki trú. Niðurstaðan er líka sú að menn hafi hreinlega haft ánægju af
kaþólskum kveðskap og því liðið hann, þó oft væri textanum hagrætt til
samræmis við lútherskan boðskap. Handritið mun vera skrifað í Borgarfirði
og þar er kvæði eftir Leirulækjar-Fúsa frá 1677 (bls. 79). Af þessu svæði og
frá sömu árum er annað handrit svipaðs efnis (Lbs 494 8vo) og hefði mátt
tengja kaþólskuna við það að vorið 1682 fannst galdrakver í Borgarfirði og
hálfu þriðja ári síðar sneri Halldór Finnbogason á Mýrum faðirvorinu upp
á andskotann (Alþingisbækur VII, bls. 567; VIII, bls. 58–60). Sumarið 1686 var
Helgi Eyjólfsson á Leirárgörðum vændur um að efast um guðdóm sonar og
heilags anda og baðst afsökunar „fullkomlega afturkallandi allt og sérhvað
það sem hann hafi hingað til óleyfilega eður ótilheyrilega disputerað eður
skrifað“ (ÞÍ. Borgarfjarðarprófastdæmi AC/1. Héraðsbók Halldórs Jóns son -
ar 1663–1699, bl. 328v). Þetta samhengi mætti kanna betur.
Margrét Eggertsdóttir (bls. 127–165) ræðir einkum sálmabækur sem gerð -
ar voru sérstaklega fyrir konur í nágrenni við Hóla í Hjaltadal á síðari hluta
sautjándu aldar en líka yngra handrit úr Húnavatnssýslu (Lbs 1197 8vo) sem
auk trúarlegs kveðskapar geymir Margrétar sögu. Jón Guðmunds son skrifaði
það á Haukagili í Vatnsdal árið 1773 fyrir konu sína Björgu Ólafsdóttur „með
hýra brún“, svo sem segir í kvæði hans. Einnig ræðir Margrét útgáfu Passíu -
sálmanna árið 1704 og prentsmiðjuna á Hólum eftir miðja öldina, þar sem
gefnar voru út sálmabækur en líka Íslendingasögur árið 1756, sem að öðru
leyti er ekki getið í bókinni. Guðrún Ingólfsdóttir (bls. 195–224) tekur aftur á
móti öll varðveitt handrit kvenna frá tímabilinu til gaumgæfilegrar athug -
unar, fyrst á fjórða tug varðveittra handrita sem konur vitanlega skrifuðu og
síðan talsvert fleiri sem gerð voru fyrir konur eða þær fengu að gjöf eða í arf.
Samanlagt gerir þetta 18 handrit frá sautjándu öld, 67 frá átjándu öld og 281
frá nítjándu öld. Flest geyma trúarlegan kveðskap og jafnframt veraldlegan
eftir því sem leið á tímabilið en allnokk ur sagnahandrit eru þarna líka og
sitthvað annað. Guðrún bendir réttilega á að flestar konur sem áttu handrit
hafi verið úr yfirstétt embættismanna og jarðeigenda en sýnir líka dæmi um
tómthúskonu í Bervík á Snæfellsnesi, Kristínu Árnadóttur, sem á gamals
aldri um aldamótin 1700 átti safn rímna og kvæða (AM 104 8vo). Það kallast
skemmtilega á við handrit Bjargar Ólafsdóttur, sem Margrét ræðir, og frekari
rannsóknir eiga örugglega eftir að leiða fleiri slík handrit í ljós.
ritdómar 227