Saga - 2019, Page 232
verskum tölum eins og formálar Íslenskra fornrita (bls. v–lxvii). Þá tekur við
meginmál sögunnar, texti með fornritsstælingu Bergsveins, og tekur 185
blaðsíður. Lengra nær eftirlíkingin ekki því engin nafnaskrá er í bókinni. Loks
kom út árið 2016 bókin Leitin að svarta víkingnum á íslensku, 416 blaðsíðna bók
að meðtöldum inngangssíðum, heimildaskrá, tilvísanaskrá og nafnaskrá.
Geirmundar saga með formálanum verður að teljast skáldskapur og því
ekki ritdómsefni fyrir tímarit eins og Sögu. Því get ég sagt umsvifalaust að
mér þótti þetta merkilega skemmtilegt verk með urmul af góðum og frum-
legum hugmyndum, þótt vissulega minnti lesturinn stundum á dauflegar
stundir á háskólaárum við að pæla í gegnum formála Íslenskra fornrita. Um
snjallt efnisatriði get ég nefnt sem dæmi hvernig Geirmundar sögu heljar-
skinns er fundinn höfundur á einkar fornritalegan hátt (bls. xx). En það er
búið að hæla þessum ritum afskaplega mikið, ausa þau lofi í ritdómum, til-
nefna til bókmenntaverðlauna, selja upp og endurprenta. Um það nægir
mér að vísa til ummæla á kápum þeirra endurprentuðu bóka sem ég fékk
og útvegaði mér til ritdæmingar.
Hlutverk mitt í sagnfræðitímariti, enda verkefni mitt hjá ritstjórn Sögu,
hlaut að vera að einbeita mér að Leitinni að svarta víkingnum og reyna að gefa
lesendum hugmynd um hvort þar sé sagnfræði sem unnt sé að fjalla um af
fræðilegri alvöru — eða eitthvað annað skylt.
Réttlæting þess að fjalla um bókina sem fræðirit finn ég meðal annars í
fyrsta kafla hennar þar sem höfundur segist kjósa „að nota fræðileg vinnu-
brögð, aðallega af ótta við að bókin verði annars flokkuð með ótölulegum
fjölda skáldsagna og fantasíubókmennta um víkingatímann, en það myndi
kasta skugga á þá rannsókn sem að baki býr“. Um það sem höfundur veit
ekkert um fyrir víst segist hann nota ímyndun grundaða á þekkingu og kall-
ar það röksögu eða argumentum á latínu (bls. 24–25). Höfundur ætlar sér
þannig að skilja eftir sig fræðilega þekkingu. Raunar kemur Bergsveinn að
eðli þekkingar oftar í bókinni og segir til dæmis undir lok hennar (bls. 328):
„Þessi bók er öðrum þræði formtilraun, viðleitni til að brúa bilið á milli
fræðimanns og rithöfundar og nota bæði heilahvelin samtímis. Útkoman er
blendingur, nokkurskonar „röksaga“ … Ég lít á bókina sem vísindalegt rit.“
Án þess að ég þykist geta sett á lærða umræðu um starfsemi heilahvelanna
held ég að við séum þarna inni á sviði sem sagnfræðingur getur réttilega
látið sér koma við.
Þá kemur heimildanotkun óhjákvæmilega til athugunar. Bergsveinn
segir til dæmis um heimildaskráningu (bls. 19–20):
Geirmundur markar upphaf íslensku þjóðarinnar. Upphaf þjóðar sem
safnaði saman minjum um þá fyrstu sem settust að í landinu, raðaði
saman brotum og skrifaði þau niður, en í því liggur einmitt skýringin
á þversögninni sem felst í því að við vitum meira um margar af fyrstu
persónum Íslandssögunnar en fólk sem stendur okkur nær í tíma.
Minning landnámsmannsins segir ekki aðeins til um það hversu langt
ritdómar230