Saga - 2019, Síða 235
Finnur Jónasson, Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússson,
HÍBÝLI FÁTÆKTAR. HÚSNÆÐI OG VERALDLEG GÆÐI FÁTÆKS
FÓLKS Á 19. OG FRAM Á 20. ÖLD. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar 24. bindi. Ritstj. Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður Gylfi
Magnússon. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2019. Heimildaskrá.
Umliðin 22 ár hefur þessi ritröð komið út, sem sagt ríflega ein bók á ári, og
er sú sem hér er til umfjöllunar hin 24. í röðinni. Verður ekki sagt annað en
að það sé góð ending og mikill dugnaður. Áherslur ritraðarinnar hafa
reyndar verið nokkuð ólíkar milli bóka en undanfarinn áratug hefur útgáfan
verið ágætlega í samræmi við markmiðin sem sýnisbók um alþýðumenn-
ingu. Boðað er að fram verði haldið á þessari braut og sjónum áfram beint
að hag og stöðu fátækra í íslensku samfélagi.
Efni bókarinnar sem hér um ræðir samanstendur af þremur greinum
eftir jafnmarga fræðimenn, auk viðtals og ljósmynda. Greinarhöfundar eru
Sigurður Gylfi Magnússon prófessor, Finnur Jónasson og Sólveig Ólafs -
dóttir, bæði doktorsnemar í sagnfræði við Háskóla Íslands. Viðtalið er við
Sigurð Guttormsson (endurbirt frá 1962) bankamann í Vestmannaeyjum og
myndirnar eru úr safni hans sem varðveitt er í Sögusafni ASÍ á Þjóð skjala -
safni Íslands, hann ýmist tók myndirnar sjálfur eða fékk þær í hendur frá
öðrum.
Grein Sigurðar Gylfa nefnist „Hús og híbýli alþýðumanna. Fátækt á
Íslandi á síðari hluta 19. aldar og fram á þá 20. í máli og myndum“. Mark -
mið höfundar er að gera grein fyrir aðstæðum alþýðufólks á þessu tímabili,
draga fram hversu erfitt líf þess gat verið og hvaða áhrif það hafði á lífsgæði
þess, og svo hyggst höfundur tengja þessa umfjöllun við myndir Sigurðar
Guttormssonar sem birtast aftast í bókinni. Athyglisverð er sú niðurstaða
höfundar sem hann tengir rannsóknum Harðar Ágústssonar að húsnæði
almennings hafi almennt hrakað „allan fyrri hluta nýaldar“. Þetta tengir
höfundur við það hversu hátt hlutfall bænda voru leiguliðar. Í tölulegri sam-
antekt er sýnt hvernig hlutfall torfhúsa minnkar smám saman á tuttugustu
öld, frá því að vera ríflega helmingur í að vera nánast horfin hálfri öld síðar,
árið 1960. Óvíða í hinum vestræna heimi hafa orðið eins miklar breytingar
á þessu sviði þar sem nánast algerlega er horfið frá ráðandi húsagerð á fáum
áratugum.
Í grein sinni dregur höfundur fram helstu einkenni þessa húsakosts.
Húsin voru yfirleitt köld, þau láku, voru dimm, loftlaus og sóðaskapur var
yfirgengilegur. Í stuttu máli er sú mynd dregin upp, studd mörgum vitnis-
burðum, að húsakynni alþýðu manna hafi yfirleitt verið í hörmulegu
ástandi. Sama má segja um heilbrigði fólks, hreinlæti og atlæti, einnig byggt
á mörgum heimildum, og eru lýsingarnar oft býsna nálægt frásögnum
margra erlendra ferðmanna sem komu til Íslands á nítjándu öld og höf und -
ur þessara lína hefur kannað. Eina undantekningin frá þessum neikvæðu
ritdómar 233