Saga - 2019, Page 238
húsagerð alþýðu er líka athyglisverð (svo sem tjörupappinn — hvenær kom
það ágæta efni fyrst til sögu sem alþýða manna notaði svo mikið við húsa-
gerð sína?). Eignaleysið er æpandi, „fleti, kaffikanna og hitagjafi“, þá var
komið heimili (bls. 146).
Höfundurinn dregur upp góða mynd af því hversu lítið mátti út af
bregða til þess að illa færi. Stöðugt álag, slysfarir, erfiði og áhyggjur af
afkomu leiddu til þess að fólk féll frá á besta aldri, enda ekkjur margar í
Hafnarfirði eins og fyrr getur. Höfundur dregur upp ágætar myndir úr
frumheimildum af kjörum fólks sem átti í mesta basli og er svo að segja alls-
laust. Ef heilsuleysi bættist við var allt vonlaust, aðstæðurnar „helvíti líkar“
á okkar mælikvarða (bls. 168). En við fáum líka innsýn í hvernig fólk komst
af með ótrúlegri eljusemi, útsjónarsemi og nýtni: reif hrís og mosa í nágrenni
bæjarins til þess að kynda með í híbýlum sínum. Samhjálpin var mikilvæg
og þar vó framlag kvenna þungt, við garðrækt, hjúkrun og með margs
konar umhyggjusemi, það er þetta sem höfundur kallar „fátæktar menn -
ingu“ sem einnig birtist í hófstilltum erindum til yfirvalda þegar neyðin hef-
ur tekið yfir.
Það er ekki ofsagt að lífi alþýðufólks á Íslandi, um það bil sem nútími er
að koma til Íslands kringum aldamótin 1900, hefur ekki verið gerð nein
viðunandi skil hingað til, hversu örbirgðin gat verið skelfileg á þessum tíma.
Höfundi þessarar greinar tekst að fjalla um efnið á nýstárlegan, líflegan og
skemmtilegan hátt, að tengja saman húsakost, lífskjör og aðstæður fólks.
Það er sannarlega þarft verk ef áfram verður haldið á þessari braut eins og
aðalritstjóri bókarinnar gefur til kynna.
Lokahluti bókarinnar inniheldur myndir Sigurðar Guttormssonar sem
fyrr getur. Ekki er fjallað sérstaklega um myndirnar en birt viðtal sem
dagblaðið Tíminn tók við Sigurð árið 1962 þar sem hann greinir frá ætlun
sinni með myndatökum og -söfnun en safnið er frá árunum 1930–1945, alls
230 myndir og eru flestar þeirra birtar í bókinni.
Þegar myndirnar eru skoðaðar kemur í ljós hversu fjölbreyttar þær eru.
Í safninu eru myndir af hefðbundnum íslenskum torfhúsum, til dæmis
mynd 1, sum þessara húsa eru orðin býsna lasin og greinilega ekki ætlað
langlífi. Einnig sveitabæir og húsaþyrpingar til sveita. Líka smáhýsi alþýðu,
sum nýlega byggð, reist með litlu fé og miklu af tjörupappa. Einnig bygg-
ingar sem búið er að sauma endalaust við eftir því sem þarfir breyttust. Svo
eru smákofar sem hróflað hefur verið upp, til dæmis mynd nr. 62. Þarna
gætu jafnvel verið eldgömul verslunarhús úr timbri sem nú er búið að gera
upp sem mikilvægan menningararf.
Það sem ég sakna er umfjöllun um myndirnar sem heimildir, viðtalið
við Sigurð er þó góðra gjalda vert. Það er grunnatriði varðandi ljósmyndir
að þær segja sögu en ekki alla söguna. Þess vegna þarf bakgrunnsupp -
lýsingar og þær vantar hér. Ég velti til dæmis fyrir mér með sum smáhýsin
sem ég kalla svo: Voru þau ekki stórkostleg framför frá þeim aðbúnaði sem
ritdómar236