Saga - 2019, Blaðsíða 239
sumt af umræddum húseigendum hafði búið við? Taka má sem dæmi bygg-
ingu Tryggva Emilssonar rithöfundar og verkamanns á Akureyri. Þar
byggði hann yfir fjölskylduna smáhýsi í þeim anda sem hér birtist og ekki
er annað að sjá á skrifum hans en að sú bygging hafi verið mikið skref fram
á við. Mynd af slíku hýsi er til dæmis nr. 61.
Athyglisverð er sú staðhæfing Sigurðar Guttormssonar að íbúar
húsanna hafi yfirleitt dregið sig í hlé þegar hann bar að við myndatökuna
af ótta við að hann væri að gera gys að þeim. Sá ótti fólks hefur verið skiljan -
legur, það gerði sér auðvitað grein fyrir aðstæðum sínum en þetta segir okk-
ur líka sögu um ljósmyndarann. Hann hefur ekki gefið sér tíma til þess að
tengjast umræddu fólki, gera grein fyrir sér og markmiðum sínum og vinna
traust þess. Þá slóð hafa fáir íslenskir ljósmyndarar fetað og má helst geta
um verkamanninn Karl Nielsen í þessu samhengi en magnaðar myndir
hans eru varðveittar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Ég sakna þess sem sagt að frábært myndefni Sigurðar Guttormssonar sé
ekki nýtt betur, greint, flokkað og sigtað úr. Sum þeirra húsa sem Sigurður
birtir myndir af eru einfaldlega byggingar liðins tíma, „moldarkofar“, sem
nútímahyggjumaðurinn Sigurður fordæmir og finnst lítið til koma.
Að lokum þakka ég fyrir gott verk. Greinarnar eru allar mikilsvert fram-
lag til sögu fátæktar á öndverðri síðustu öld. Meira af slíku.
Sumarliði R. Ísleifsson
SNORRI STURLUSON AND REyKHOLT: THE AUTHOR AND MAG-
NATE, HIS LIFE, WORKS AND ENVIRONMENT AT REyKHOLT IN
ICELAND. Ritstj. Guðrún Sveinbjarnardóttir og Helgi Þorláksson.
Museum Tusculanum Press í samstarfi við Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Kaupmannahöfn 2018. 488 bls. Kort,
uppdrættir, myndir, heimildaskrár, atriðisorðaskrá, nafnaskrá og
myndaskrá.
Bókin Snorri Sturluson and Reykholt, sem Guðrún Sveinbjarnardóttir og Helgi
Þorláksson hafa ritstýrt, er greinasafn, mikið að vöxtum, sem er afrakstur og
lokahnykkur á svokölluðu Reykholtsverkefni. Í Íslendinga sögu, sem kennd
er Sturlu Þórðarsyni, segir að Snorri Sturluson hafi fellt mikinn hug til
staðarins í Reykholti og hafi því aflað sér heimilda á honum. Snorri mun
hafa flust í Reykholt um 1206 og hafði þar bú lengst af þar til hann var
tekinn af lífi heima á staðnum 1241. Minning hans og staðurinn eru því
tengd ævarandi böndum.
Eins og lýst er í formála bókarinnar var Reykholtsverkefninu hleypt af
stokkunum um aldamótin en áður höfðu hafist miklar fornleifarannsóknir
ritdómar 237