Saga - 2019, Page 241
hús og kirkjur á staðnum gegnum aldir hafa verið rannsökuð og ekki aðeins
leitað þar eftir leifum frá tíma Snorra. En eins og Guðrún bendir réttilega á
þyrftu að fara fram jafnviðamiklar rannsóknir á fleiri valdamiðstöðvum til
samanburðar við Reykholtsrannsóknina.
Lengi var Íslandssagan skrifuð út frá sjálfstæðisbaráttu nítjándu aldar
og fyrri hluta tuttugustu aldar og lögð áhersla á sérstöðu íslenskrar mið -
alda sögu. Af þessari söguskoðun eimir enn í erlendum mannfræði legum
rannsóknum á íslenskum miðöldum, sögueyjunni. En í samræmi við sögu-
endurskoðunina sem fram hefur farið hér á landi, einkum á síðustu fjörutíu
árum, kveður hér við allt annan tón. Í greinum Helga Þorlákssonar, Sverris
Jakobssonar og Viðars Pálssonar er valdamiðstöðin Reykholt og frami
Snorra Sturlusonar skoðaður í ljósi samtímans á Norðurlöndum og sunnar
í álfunni. Grein Helga Þorlákssonar, „Snorri Sturluson the Aristocrat Be -
comes lendr maðr“, gæti þó enn valdið fjaðrafoki meðal þeirra sem ólust upp
við þjóðernissöguna, lesi þeir þetta rit. Þar sem Reykholtsverkefninu var
meðal annars ætlað að varpa ljósi á þróun valds og valdasamþjöppun á
goða veldisöld hefði mátt fjalla frekar um stjórnmálaástandið innanlands í
bókinni svo að erlendum lesendum yrði ljósar samhengi valdabrölts Snorra.
Þá hefði mátt skrifa frekar um kirkjustaðinn Reykholt, jafnvel þótt Karl G.
Johansson komi inn á menningaráhrif kaþólsku kirkjunnar á miðöldum í
sinni grein.
Eins og áður sagði fjalla flestar greinarnar um bókmenntamiðstöðina
Reykholt eða sjö þeirra. Ekki virðist höfundum þeirra hafa verið ritstýrt sér-
staklega því að bæði eru greinarnar hver úr sinni áttinni og stangast þó á.
Auk þess má segja að sjónarhornið í grein Karls G. Johansson, „The Learned
Sturlungar and the Emergence of Icelandic Literate Culture“, sé svo vítt að
greinin falli illa að meginþema bókarinnar. Þar sem greinarnar í þessum
hluta eru frekar bókmenntasögulegar eða -félagslegar en að rýnt sé í bók-
menntatextana sem fjallað er um, fer stutt grein Mats Malm um „Oral
Rhetoric and Literary Rhetoric“ ekki sérlega vel í þessu samhengi enda þótt
hún sé einna athyglisverðust.
Framlag Snorra Sturlusonar til miðaldabókmennta er enn oftast metið á
mælistiku nítjándu og tuttugustu aldar. Flestir höfundarnir ganga út frá því
að Snorri hafi verið mikið skáld og rithöfundur og hámenntaður maður eins
og formáli bókarinnar ítrekar og taka lítið mark á þeirri gagnrýni á höfundar -
hugtak svokallaðs íslenska skóla í rannsóknum á miðaldabókmenntum sem
Lars Lönnroth setti fram í doktorsriti sínu á sjöunda áratug síðustu aldar, og
margir hafa síðan tekið undir, enda er ekki vísað til rannsókna hans í bók-
inni. Hér er frekar gengið enn lengra og bætt við spilum í spilaborgina sem
mýtan um rithöfundinn Snorra er. Grein Guðrúnar Nordal og Jons Gunnars
Jørgensen, „The Literary Legacy of Snorri Sturluson“, er þó undantekning
því að þar er aðeins gengið út frá því sem gefnu að Snorri hafi verið hirð -
skáld en vafi leiki á um uppruna Snorra-Eddu og Heimskringlu þótt þessi
ritdómar 239