Saga - 2019, Page 242
verk hafi líklega orðið til í textasamfélaginu kringum Snorra ef ekki á ritstof-
um hans sjálfs. Slíku textasamfélagi á Reykhólum er sagt frá í Þorgils sögu
og Hafliða og við norsku hirðina í Sturlu þætti. Hafa þau verið til á fleiri
menningarstöðum, til dæmis í Odda þar sem Snorri ólst upp, og hjá bróður-
sonum hans, Ólafi og Sturlu Þórðarsonum, eins og Guðrún og Jon Gunnar
lýsa vel í grein sinni.
Þrátt fyrir þá gagnrýni á samsetningu bókarinnar Snorri Sturluson and
Reykholt sem hér hefur verið sett fram er hún eigulegur gripur, hver grein út
af fyrir sig athyglisverð, flest ljóslega skrifað og frágangur fallegur og góður.
Fengur er að skrám sem fylgja ritinu, þótt líklega hefði verið eðlilegra að
hafa eina heimildaskrá. Flestar myndir, uppdrættir og skýringartextar eiga
vel heima í bókinni og falla vel að textanum en eru þar ekki aðeins til
skrauts. Þó segir mynd af Stafholti á bls. 415 lesandanum svo sem ekkert,
þótt falleg sé, og það er óþarfi að birta ættartré Helgu systur Snorra tvisvar,
bæði á bls. 429 og 458.
Úlfar Bragason
Tatjana N. Jackson, EASTERN EUROPE IN ICELANDIC SAGAS.
Beyond Medie val Europe. ARC Humanities Press. Leeds 2019. 216 bls.
Heimildaskrá, nafnaskrá.
Í íslenskum fornritum er víða vikið að löndum í austanverðri Evrópu sem
norrænir menn áttu töluverð samskipti við á miðöldum. Um miðja nítjándu
öld tók Carl Christian Rafn saman safn texta þar sem fjallað er um Austur -
vegsþjóðir í tveimur bindum og kallaðist það Antiquités Russes d’après les
monuments historique des anciens et des Islandais Scandinaves (Kaupmannahöfn,
1851–1852). Þessi útgáfa vakti mikla athygli rússneskra fræðimanna sem
töldu norrænar heimildir varpa mikilvægu ljósi á þeirra eigin sögu á vík-
ingaöld. Á þeim tíma ríkti mikil trú á sannleiksgildi norrænna fornsagna
meðal evrópskra sagnfræðinga. Þær voru taldar nothæfar heimildir um
atburði sem höfðu gerst 200–400 árum áður en þær voru ritaðar. Síðan þá
hefur orðið róttæk endurskoðun á vísindalegum viðmiðum innan sagnfræð -
innar og ekki liggur lengur beint við að nota unglegar norrænar heimildir
til að komast að órækum sannleika um atburði sem ekki eru kunnir í eldri
og traustari ritum. Eftir sem áður er áhugavert rannsóknarefni að töluvert
er fjallað um Austurvegsþjóðir í íslenskum heimildum frá tólftu, þrettándu
og fjórtándu öld.
Fyrir ríflega hálfri öld varð einnig viðmiðsbreyting í viðhorfum Rússa
til sinnar sögu þar sem sagnfræðingar tóku í auknum mæli að styðjast við
heimildir á öðrum málum en rússnesku til að varpa ljósi á hana. Braut -
ritdómar240