Saga - 2019, Side 246
Evrópu. Í ýmsum atriðum koma niðurstöður rannsóknanna á óvart og í
sumum svo að þær brjóta mjög í bága við fyrri skoðanir og hljóta því bæði
að vekja athygli og kalla á nánara mat á forsendum og framkvæmd.
Það er helsti styrkur þessa verks að leitast er við að ná heildarsýn á
framfærslukerfi og -getu landbúnaðar landsmanna, oftar en ekki með tölu-
legum greiningum byggðum á rituðum heimildum, en ekki aðeins hlutsýn
og þá sýn á afmarkaða og einangraða þætti náttúrunýtingar, búhátta og
félagskerfis. Þess vegna eru meginniðurstöður Árna Daníels stórum traust -
ari og trúverðugri en ella myndi. Vissulega ganga þær þvert á sumt af því
sem haldið hefur verið fram, svo sem þær kenningar að landið hafi aldrei
verið fullnýtt og hefði getað borið mun fleira fólk, að kornrækt hafi verið vel
gerleg og hefði raunar mátt margfalda, og að kjör íslensks sveitafólks hafi
síst verið lakari en til dæmis sveitafólks í Englandi.
Árni Daníel gengur á hólm við hugmyndina um „fólksfjöldahámarkið“,
um að landið hafi eftir að jafnvægi byggðar komst á eftir landnám aðeins
borið takmarkaðan fjölda fólks, við þröskuld ofnýtingar og áníðslu landsins;
gjarnan hefur verið nefnd talan 50–70 þúsund. Hann álítur hins vegar að
langt hafi verið frá því að búskaparkerfi landsmanna hafi verið komið að
þolmörkum hvað nýtingu náttúrugæða lands snerti. Því til stuðnings birtir
hann trúverðuga útreikninga á framleiðslugetu úthaga í sjö sveitum og ber
hana saman við fóðurþörf búfjár þar í upphafi átjándu aldar (bls. 174–180).
Þótt uppskerusveiflum vegna veðurfars sé ekki gleymt sýna niðurstöðurnar
að fóðurþörfin nam um og innan við helmingi áætlaðrar uppskeru.
Framleiðslureikningunum til viðbótar dregur Árni Daníel fram þátt
skipulags í landnýtingu sem miklu hefur ráðið um hve nærri náttúrugæð -
um var gengið, minnir meðal annars á ákvæði eldri laga um beitarskipan og
beitarskyldu sem og dóma sem um hana höfðu fallið. Sauðfjárstofn hverrar
jarðar deildist í þrennt: ær, lömb og geldfé. Örnefni benda á hvernig hóp -
arnir nýttu landið, sbr. Smjörteigar, Lambaskálar, Geldingadalir … Aðeins
hluti stofnsins gekk á afréttum eða fjarlægari heimalöndum, réði því sóknin
eftir sauðamjólk. Muna þarf einnig eftir því kerfi sem beinlínis var sett til
hagfelldrar nýtingar úthaga en hlífðar heimalandi — seljabúskapnum — og
Árni Daníel gerir þarfa grein fyrir. Skipuleg setning selstaðna kom sér ekki
síst vel þar sem beitiland var gott en takmarkað að stærð (Bjarni Guðmunds -
son, „Ef vaxinn ertu hrjóstrum þessum af“, Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 52
(2012), bls. 89–105). Líka má minnast seljarannsóknar danska mannfræð -
ingsins K. Hastrup á norrænum slóðum er benti meðal annars á fylgni fólks -
fjölg unar og útbreiðslu seljabúskapar (K. Hastrup, „Saeters in Iceland 900–
1600“, Acta Borealis 1 (1989), bls. 72–89).
Beitarálagið eftir landshlutum var að sönnu misjafnt, minnir höfundur
á, og telur landnýtingu hafa verið hlutfallslega „háa“ í sumum sveitum, sér-
staklega hinum „miðlægu“ sem hann nefnir svo án þess að skýra nánar
hvað felst í því einkenni (bls. 180).
ritdómar244