Saga - 2019, Síða 247
Heimildir þær sem auk framleiðslureikninganna eru dregnar fram og
benda til þess að mestur hluti hálendisins hafi „lítt eða ekki [verið] nýttur
til beitar allt fram á 19. öld…“ (bls. 186) vekja efasemdir um viðtekið álit um
hlut hálendisbeitar í gróðureyðingu þar. Heimildirnar og útreikningar Árna
Daníels byggðir á þeim leiða hann til þeirrar niðurstöðu að skoðanir Sig -
urðar Þórarinssonar jarðfræðings, sem hann telur hafa lagt grunninn að
umhverfissögu Íslands og þeim hugmyndum sem hafi verið ráðandi „meðal
menntamanna“ (bls. 29) á áratugnum 1970–1980, hafi ekki verið á traustum
rökum reistar. Fleiri en „menntamenn“ hafa aðhyllst skoðanir Sigurðar og
lengur en þarna er tiltekið. Gagnrýni almennings, auk náttúrufræðinga, á
landnýtingu landbúnaðar, einkum sauðfjárræktar, hefur sótt næringu í þær
allt til þessa, þótt sagnfræðingar hafi síður verið í hópi fylgjenda þeirra.
Spyrja má hvort gagnrýnin eigi sér ekki sterkari pólitískar rætur en náttúru-
vísindalegar, þótt ekki sé neitað dæmum um augljósa misnýtingu landsins.
Réttmætt er hins vegar það álit Árna Daníels að alltaf sé „ákveðin tilhneig-
ing, meðvituð eða ómeðvituð, til að meta fortíðina út frá samtíma viðmið -
um“ og að landbúnaður á þrettándu öld til þeirrar sautjándu hafi verið „af
öðrum heimi en okkar“ (bls. 50).
Eftir rannsókn á byggðarheimildum fimmtándu aldar dregur Árni
Daníel skýrt fram þær breytingar er áttu sér stað eftir hið gríðarlega mann -
fall í kjölfar pestanna, en þær fólu meðal annars í sér rýmri aðgang eftirlif-
enda að góðu jarðnæði og minna álag á úthaga vegna fækkunar búfjár.
Sem mikilvægan hluta af vannýttum möguleikum landbúnaðar segir
Árni Daníel að „kornrækt hefði mátt margfalda og stórefla frá því sem var
á fjórtándu öld til að fá betri afkomugrundvöll“ (bls. 170). Miðaldaheimildir
benda að sönnu til útbreiddrar kornræktar hérlendis en af akurstærðum og
fleiru má ráða að þar hafi verið um „aukabúgrein“ í nútímaskilningi að
ræða fremur en meginstoð; kornræktin virðist hafa verið skyldari garðrækt,
smáræktun með alúð, en kornrækt á stórökrum síðari áratuga. Minjar fornra
akra sýna að þeim voru jafnan valdir fýsilegir ræktunarstaðir og gjarnan
leitast við að skapa korninu hlé með myndarlegum skjól- og vörslugörðum
enda akrarnir flestir smáir að flatarmáli. Íslendingar voru kvikfjár ræktar -
þjóð öðrum fremur og mjólkurmatur var kynslóðagróin uppistaða daglegr ar
fæðu. Miklar verklags- og neyslubreytingar hefðu því þurft að koma til, auk
þess sem áhætta sakir veðurfarssveifla er meiri við kornrækt, bæði hvað
snertir sprettu og tíðarfar á skurðartíma, heldur en við framleiðslu mjólkur-
matar með ám og kúm. Vorverk kornræktar féllu einnig saman við vallar -
ávinnslu og sauðburð og svo hitt, sem minnast má sérstaklega á, að við vax-
andi leiguábúð bænda og búferli þeirra henni tengd var það ekki fýsilegur
kostur að hverfa frá ábýli með nýsánum akri í fardögum og leggja hann í
hendur annars ábúanda. Þá var hentugra að vera sem hirðinginn — að
hvarfla með málnytupeninginn, verðmætasta hluta búsins, á nýtt ábýli og
vitja annars fjár við leitir og fjallskil að hausti (á skurðartíma kornsins!). Þótt
ritdómar 245