Saga - 2019, Page 249
sínum og ritun þessarar bókar skilað nýstárlegu og mjög athyglisverðu
framlagi til þekkingar og aukins skilnings á byggð, landnýtingu og bænda-
samfélagi aldabilsins 1300–1700.
Bjarni Guðmundsson
Þorsteinn Helgason, THE CORSAIRS’ LONGEST VOyAGE. THE TUR-
KISH RAID IN ICELAND. Ritstj. Kelly De Vries, John France, Michael
S Neiberg og Frederick Schneid. History of Warfare. Vol. 119. Brill.
Leiden/Boston 2018. 372 bls. Heimildir, nafna- og atriðisorðaskrá.
Það eru líklega ekki margir Íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, sem
ekki vita einhver deili á Tyrkjaráninu 1627, svo rækilega hefur það greipst
inn í þjóðarsálina. Þessir atburðir eru líka iðulega rifjaðir upp þegar
Íslendingar eiga einhver samskipti við Tyrki svo sem í þeim uppákomum
sem tengdust landsleik Íslendinga og Tyrkja í fótbolta fyrir nokkrum
mánuðum síðan. Tyrkjaránið og ýmsar persónur tengdar því hafa líka orðið
skáldum og rithöfundum yrkisefni á undanförum árum, bæði sem leikrit og
skáldsögur.
Af hálfu fræðimanna hefur Þorsteinn Helgason einkum lagt fyrir sig
rannsóknir á þessum atburðum og birt um þá allmargar ritgerðir og greinar
allt frá árinu 1995 auk þess sem hann varði doktorsritgerð um efnið og gerði
um þá heimildarþætti fyrir sjónvarp. Á síðasta ári kom svo út eftir hann
bókin sem hér er til umfjöllunar, þar sem hann tekur rannsóknir sínar saman
og gerir þeim rækilega skil í samfelldu máli.
Í fyrsta hluta bókarinnar fjallar höfundur um helstu heimildir okkar um
Tyrkjaránið, hvers eðlis þær eru, áreiðanleika þeirra og gildi. Þar er einnig
varpað ljósi á alþjóðlegt samhengi þessara atburða og sýnt fram á að þeir
voru margþættir og flóknir og að nauðsynlegt sé að skoða þá með það í
huga. Höfundur bendir á að bæði Holland og England hafi leikið tveimur
skjöldum þegar kom að samskiptum við „Barbaríið“, eins og norðanverð
Afríka var gjarnan kölluð, því bæði ríkin áttu í útistöðum við Spán sem
síðan var einn helsti andstæðingur Tyrkja á Miðjarðarhafi. Í þeim efnum gilti
sú regla, sem gjarnan gildir í átökum þjóða í millum, að óvinur óvinar míns
er vinur minn. Helsti forsprakki Tyrkjaránsmanna, Hollendingurinn Jan
Janszoon, eða Múrat Reis eins og hann kallaði sig eftir að hann gekk íslam
á hönd, átti því innhlaup í Hollandi og launaði það með því að vera þeim
Hollendingum sem lentu í höndum sjóræningja innan handar og stuðlaði
að lausn þeirra.
Einn áhugaverðasti hluti bókarinnar fjallar um samfélag og efnahagslíf
í „Barbaríinu“ enda eru þeir ekki margir hérlendis sem hafa umtalsverða
ritdómar 247