Saga - 2019, Page 253
manna félags Íslands (en þá hafði félagið breytt um nafn): „Þessi saga er hér
skráð og af henni má lesa mikla sigurgöngu en ekki án fórna“ (bls. 9). Jónas
bætir við: „Á 20. öld drukknuðu 3.600 íslenskir sjómenn. Þeir þekktu kjörin,
hættur Íslandsmiða og siglingar yfir úthafið …“ (bls. 9). Þessum aðfara-
orðum fylgir höfundur eftir í ritinu. Sjóslys eru rakin í megintexta eftir því
sem líður á. Vissulega er þarft að fjalla um þá skipskaða sem urðu á Íslands -
miðum á tímabilinu. Það er sjálfsögð virðing við sjómenn. Sennilega hefði
þó verið heppilegra að hafa efnið í annálaformi úti á spássíu. Það gæti
hjálpað lesendum að kynna sér nánar einstök sjóslys eftir því sem til dæmis
Tímarit.is eða aðrar heimildir leyfa.
Frásögnin fylgir nokkuð krónólógískri tímaröð. Þekktir atburðir í efna-
hags- og stjórnmálalífi þjóðarinnar eru raktir, svo sem togarasalan 1917,
heimskreppan, ár fyrri og seinni heimsstyrjaldar, flokkspólitískar deilur inn-
an verkalýðshreyfingarinnar, innflutningshöft, þorskastríðin og uppbygging
velferðarkerfisins. Víða eru snertifletir við sögu Sjómannafélags Reykjavíkur
og tekst höfundi að draga upp nokkuð heildstæða mynd af ástandinu þar.
Höfundur segir það aldrei beint en að baki er sú meginhugmynd að ekki
beri síst að þakka sjómönnum það, með dugnaði sínum og fórnfýsi, hvernig
íslenskt samfélag komst á framfarabraut á tuttugustu öld. Það er vafalítið
rétt, sérstaklega ef tekið er mið af hagtölum á tímabilinu. Höfundur vísar
þar á meðal í grein Sveinbjarnar Egilssonar í Ægi frá árinu 1922 um mikil-
vægi togaraútgerðar í landinu (bls. 15–16). Einnig vísar höfundur af og til í
Sjómannablaðið Víking sem byrjaði að koma út árið 1939 og einbeitti sér að
kjörum og hugðarefnum sjómanna. Hér vil ég annars benda sagnfræðingum
og öðrum sem skrifa um sjómenn á annan heimildaflokk eða frásagnir sjó -
manna af aðbúnaði og kjörum sínum sem finna má í Þjóðháttasafni Þjóð -
minja safnsins. Þetta eru fjölbreytilegar heimildir sem gefa skýra mynd af
starfs skilyrðum stéttarinnar á síðustu öld. Heimildirnar eru skipulega skráð ar
og öllum aðgengilegar á netinu, í gagnagrunninum Sarpi.
Framan af vísar höfundur óspart í áður útgefin afmælisrit og ræðst
framvindan nokkuð af því sem þar kemur fram. Höfundi til málsbóta má
þó segja að hann vill að lesendur kynnist sjónarmiðum og framlagi fyrri höf-
unda þegar kemur að sögu félagsins. Ekki síst á það við um skrif Péturs G.
Guðmundssonar sem var einn af frumkvöðlum íslenskrar verkalýðsbaráttu
og öllum hnútum kunnugur eins og Haraldur Jóhannsson sagði svo skil-
merkilega frá í viðtölum við son hans, Þorstein Pétursson (sjá bókina Pétur
G. Guðmundsson og upphaf samtaka alþýðu, 1978). Mögulega hefði verið eðli-
legra að endurskoða hin fyrri skrif og kanna nýjar áherslur. Þar hefði höf-
undur átt að vega og meta efnið og setja mark sitt á það með afgerandi og
gagnrýnum hætti. Ekki skortir heimildir þegar kemur að atburðum sem
tengjast fyrstu árum Sjómannafélags Reykjavíkur, svo sem hásetaverkfallinu
1916 og vökulögunum 1921. Hér má benda á almenn yfirlitsrit í sagnfræði,
æviminningar, samtalsbækur og að sjálfsögðu Tímarit.is. Auðvitað er af
ritdómar 251