Saga - 2019, Síða 259
Af framangreindri lýsingu Öræfahjarðarinnar má sjá að um efnismikið og
gott rit er að ræða. Um flest er það vel úr garði gert og litríkar og fróðlegar
myndir og kort prýða bókina og styðja það sem fram kemur í meginmáli.
Hver bókarhluti endar á fallegri ljósmyndaopnu af hreindýrum án mynda-
texta. Það er í góðu lagi enda hægt að nálgast upplýsingar um myndirnar í
myndaskrá í bókarlok. Hitt er undarlegt og óvenjulegt hvað margar aðrar
myndir í bókinni eru án texta.
Varla er hægt að tala um að rýnir hafi hnotið um staðreyndavillu í ritinu.
Þó má nefna að á bls. 106 er sagt að Eysteinn Jónsson hafi verið dóms- og
kirkjumálaráðherra árið 1947. Bjarni Benediktsson var dómsmálaráðherra
en Eysteinn var menntamálaráðherra og kirkjumálefni heyrðu undir ráðu -
neyti hans.
Tilvísanir eru langoftast með miklum ágætum en finna má að því hve
víða vantar tilvísanir til heimilda í töflum, til dæmis á bls. 139, 146, 180 og
188.
Prófarkalestur ritsins hefði þurft að vanda betur, villur eru of margar og
textann hefði mátt bæta til muna. Að sönnu flæðir hann vel en nástaða er of
algeng. Höf undur endurtekur oft sömu nafnorðin aftur og aftur í stað þess
að nota til dæmis fornöfn eða bjarga sér á annan hátt. Beinar málvillur eru
ekki margar en benda má á slíkar villur á bls. 50, 76, 79 og 147 („Egill …
sagði að markaði fyrir hreindýrakjöt hefði verið spillt…“ bls. 147). Önnur
atriði sem hefði þurft að laga eru stafsetningar villur og samræmi ýmissa
atriða, svo sem ritháttar og skáletrunar.
Dæmi um ósamræmi er að höfundur ritar ýmist Axarfjörður eða
Öxarfjörður. Ritdómara lék forvitni á að sjá hvort bæði orðin væru í nafna-
skrá. Svo reyndist ekki vera, orðið Öxarfjörður er þar ekki og heldur ekki
Öxarfjarðarhérað. Nánari athugun leiddi í ljós að skráin er ansi gloppótt, í
hana vantar fjölda orða, nöfn fólks (Siv Friðleifsdóttir, Guðrún Katrín Þor -
bergs dóttir), staðanöfn (Austurland, Þóriseyjar á Eyjabökkum), blaðanöfn
(Morgunblaðið, Tíminn), nöfn landa og þjóða (Ísland, Svisslendingur) og
félaga (Kvenfélagasamband Íslands). Hins vegar eru allnokkur nöfn fólks í
tilvísunum, til dæmis nöfn höfunda bóka eða greina, tekin með í skrána og
merkt með n.
Þótt hér sé fundið að prófarkalestri er Öræfahjörðin. Saga hreindýra á
Íslandi um flest vandað og áhugavert sagnfræðirit. Það stendur vel undir
ætlunarverki sínu, öflun og úrvinnsla heimilda skapar traustan grunn og
rannsóknarspurningunum í inngangi svarar höfundur skilmerkilega. Verkið
gefur gott yfirlit yfir sögu hreindýra hér á landi og viðhorf þjóðarinnar til
þeirra. Þá skipta enskur útdráttur, töflur og skrár í bókarlok miklu máli og
gefa ritinu aukið gildi.
Friðrik G. Olgeirsson
ritdómar 257