Saga - 2019, Síða 261
Valdimar Tr. Hafstein. MAKING INTANGIBLE HERITAGE. EL
CONDOR PASA AND OTHER STORIES FROM UNESCO. Indiana
Uni versity Press. Bloomington, Indiana 2018. 204 bls. Ritaskrá,
atriðisorða skrá.
Samkvæmt samningi Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNES CO) frá árinu 2003 um varðveislu óáþreifanlegs menningararfs
(e. Conven tion for the safeguarding of the intangible cultural heritage) er óáþreifan -
legum menningararfi lýst sem siðvenjum, framsetningu, tjáningarformi,
þekkingu og færni sem samfélög eða hópar telja hluta af menningararfleifð
sinni. Þessi arfleifð birtist meðal annars í munnlegri hefð og tjáningu,
sviðslistum, félagsvenjum, helgisiðum og hátíðahöldum, þekkingu og venj-
um sem tengjast náttúrunni og alheiminum sem og í hefðbundinni verk-
kunnáttu. Samn ingurinn fjallar þar með um varðveislu á óefnislegri menn-
ingararfleifð sem aðildarríki skuldbinda sig til að vinna að. Ísland hefur frá
upphafi verið aðildarríki að samningnum. Samningurinn öðlaðist gildi hér
á landi árið 2006 og nefnist í opinberri þýðingu samningur um varðveislu
menningarerfða. Því miður er sú íslenskun að mörgu leyti óheppileg og ekki
nægilega lýsandi fyrir efni samningsins, án þess að tilefni sé til að fara nánar
út í það hér. Vissulega hafa siðir, venjur, handverkskunnátta og hátíðahöld,
öðru nafni alþýðumenning, fylgt samfélagi manna áður en framangreindur
samningur leit dagsins ljós. Að líta á slíkar athafnir sem menningararf sem
þarfnast varðveislu er hins vegar fremur nýtt af nálinni.
Eins og gefur að skilja er flókið að hemja menningarleg fyrirbæri innan
lagaramma í alþjóðasamningi. Í nýlegu riti Valdimars Tr. Hafstein, prófess -
ors í þjóðfræði við Háskóla Íslands, er framangreindur samningur UNESCO
í forgrunni. Bókin er þó langt frá því að vera lagatæknileg greining á samn-
ingnum eða frásögn af diplómatískum samningaviðræðum um menningar-
arf. Höfundur kafar undir yfirborðið og greinir frá því hvernig óáþreifan-
legur menningararfur komst á dagskrá alþjóðasamfélagsins og UNESCO og
úr varð samningur sem sameinar bjórmenningu í Belgíu, kínverskt skugga -
brúðuleikhús, eistneskt gufubað og kóreskt kimchi svo fátt eitt sé nefnt.
Aðgreininguna á milli annars vegar efnislegs og hins vegar óefnislegs
menningararfs má að miklu leyti rekja til áhrifa frá alþjóðlegum sáttmálum
um varðveislu menningararfs. Efnislegur upprunaleiki var áskilinn í Fen -
eyja yfirlýsingunni frá árinu 1964 sem og í samningi UNESCO um verndun
menningar- og náttúruarfleifðar heimsins frá árinu 1972. Slík skilyrði útiloka
annars konar skilning á menningu og menningararfi. Þannig sætti samning-
ur UNESCO frá árinu 1972 gagnrýni fyrir að byggja um of á vestrænum
skilningi á menningararfi, það er að einskorðast við efnislegar minjar og
R I T F R E G N I R