Saga - 2019, Page 270
Með ritstjórum starfar ritnefnd sem í eiga sæti Davíð Ólafs son, Helgi
Skúli Kjartansson, Már Jónsson, Ragnheiður Kristjáns dóttir og Sveinn
Agnarsson. Þeim eru öllum þökkuð mikilvæg og vel unnin störf í
þágu tímaritsins. Saga er einn mikilvægasti vettvangur fræði legrar
umræðu um íslenska sagnfræði þar sem öll tímabil og tegundir
sögu eiga sinn sess. Tímaritið kemur út tvisvar á ári. Erlu Huldu
Halldórsdóttur er hér með þakkað kærlega fyrir öfluga og styrka rit-
stjórn og Kristín Svava Tómasdóttir nýr ritstjóri boðin hjartanlega
velkomin!
Bókaútgáfa
Frá síðasta aðalfundi, í maí 2018, hafa komið út sex bækur. Fjölsótt
útgáfuhóf og viðburðir voru skipulagðir í tengslum við allar bæk-
urnar og var almenn ánægja með þá í alla staði.
Þriðja bindi af heimildaútgáfu Landsnefndarskjalanna 1770–1771
kom formlega út í Kaupmannahöfn 13. september 2019. Bókin er
hluti fjölbindaverks sem er gefið út í samstarfi Þjóðskjalasafns Ís -
lands, Ríkisskjalasafns Danmerkur og Sögufélags sem hófst árið
2016. Í þessu bindi birtast bréf sýslumanna, kaupmanna, landlæknis
og lyfjafræðings í Nesi auk rektors Skálholtsskóla. Ráðstefna var
haldin í tilefni af útkomu bókarinnar á Ríkisskjalasafni Danmerkur
í Kaupmannahöfn, sem um 50 manns sóttu. Þar fluttu Asbjørn Hell -
um ríkisskjalavörður Dana, Mette Bock menningarmála ráðherra
Dana, Benedikt Jónsson sendiherra Íslands í Danmörku og Eiríkur
G. Guðmundsson þjóðskjalavörður ávörp. Þá fluttu fimm fræði -
menn erindi tengd skjölum Landsnefndarinnar, Leon Jespersen,
Christina Folke Ax, Karen D. Oslund, Auður Hauksdóttir og Søren
Mentz. Auk þess að fagna útkomu skjala Landsnefndarinnar var 100
ára afmælis fullveldis Íslands minnst en skjöl Landsnefndarinnar
voru einmitt hluti þeirra skjala sem Danir afhentu Íslendingum árið
1928 í kjölfar fullveldissamningsins. Einnig var efnt til hátíðardag-
skrár í tilefni af útgáfunni í Þjóðskjalasafni 27. september. Þar fluttu
þrír fræðimenn erindi, Hrefna Róbertsdóttir, Jón Torfi Arason og
Eiríkur G. Guðmundsson. Sýning á frumritum skjala Landsnefndar -
innar var sett upp í safninu af þessu tilefni og sóttu um 70 manns
viðburðinn.
Í október 2018 komu út tvær bækur, Stund klámsins. Klám á Íslandi
á tímum kynlífsbyltingarinnar eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og
Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu
ársskýrsla stjórnar sögufélags268