Saga - 2019, Page 274
dóttir, Finnur Magnússon, Kristrún Heimisdóttir og Dóra Sif Tynes.
Fundarstjóri var Guðmundur Magnússon blaðamaður. Þessar mál -
stofur voru afar vel sóttar og fundarsalur Norræna hússins vel fall-
inn til umræðu af þessu tagi.
Nýtt Helgakver er bók sem gefin var út í tilefni af 70 ára afmæli
Helga Skúla Kjartanssonar 1. febrúar 2019. Í bókinni birtast 20 greinar
auk ávarps forseta Íslands og ritaskrár Helga Skúla. Ritstjórar bók-
arinnar voru Guðmundur Jónsson ásamt Ólöfu Garðarsdóttur,
Gunnari Karlssyni og Þórði Helgasyni. Bókin var afhent við hátíð -
lega athöfn 8. febrúar. Viðburðurinn var haldinn á Mennta vísinda -
sviði í samvinnu við Sögufélag og stýrði Þorsteinn Helgason athöfn-
inni. Erindi fluttu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Gunnar
Karlsson, Helgi Þorláksson, Margrét Eggertsdóttir, Hrefna Róberts -
dóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Svanur Kristjánsson og Kolbrún Þ. Páls -
dóttir. Vala yates flutti nokkur sönglög við texta í þýðingu Helga
Skúla við píanóundirleik Kjartans Valdimars. Fjölskylda Helga
Skúla bauð veitingar að lokinni athöfn.
Viðburðir
Kynningar á bókum félagsins hafa verið afar vel sóttar á árinu. Lögð
hefur verið áhersla á að stofna ævinlega til viðburða í tengslum við
útkomu bóka, eins og rakið hefur verið, en í ár var auk þess gengið
skrefinu lengra og nokkrar málstofur og bókafundir skipulagðir,
bæði á eigin vegum og í samstarfi við aðra. Auk viðburða sem þegar
eru nefndir í tengslum við einstakar bækur stóð Sögufélag að fjölda
viðburða.
Þann 5. október tók Sögufélag höndum saman við bókaútgáfuna
Sæmund og hélt sameiginlega dagskrá í tilefni af því að 200 ár voru
liðin frá fæðingu Jóns Thoroddsen. Sögufélag gaf út bréf Jóns árið
2016 í ritstjórn Más Jónssonar. Hann hafði einnig veg og vanda af
skipulagningu dagskrárinnar, sem haldin var í safnaðarheimili Grens -
ás kirkju. Fjölmörg ávörp og erindi voru flutt en þeir sem tóku til
máls voru: Katrín Jakobsdóttir, Már Jónsson, Sveinn yngvi Egils son,
Guðmundur Andri Thorsson og Haraldur Bernharðsson auk þess
sem tónlistaratriði voru flutt. Dagskrána sóttu hátt í 200 manns.
Sögufélag tók þátt í höfundakvöldasyrpu Rithöfundasam bands -
ins í Gunnarshúsi 22. nóvember 2018 þar sem kynntar voru fimm
bækur sem komu út á haustdögum auk nýjasta heftis Sögu sem þá
ársskýrsla stjórnar sögufélags272