Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 23

Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 23
21 inn sest á fallna súlu til að hvíla sig. Á Íslandi er engar slíkar minj- ar að finna og svolítið einkennilegt að átta sig á því að hér á landi eru gamlar götur, gamlar leiðir á milli staða, fornminjar. Það er það sem við eigum í staðinn fyrir súlurnar suður frá. Við hjónakornin erum nýkomin úr gönguferð með Ferðafé- laginu á Ströndum þar sem engir eru vegirnir en fullt af leiðum, mjóum götum smárra og gamalla fóta, sem eru misgreinilegar í landinu og misfinnanlegar fari maður út af leið. Við sigldum frá Norðurfirði í Reykjarfjörð nyrðri, gengum þar um í grenndinni, t.d. í Þaralátursfirði. Síðan var ferðinni heitið til baka í Norðurfjörð sem leið lá, þann göngudag um Sigluvík, í Skjaldabjarnarvík, upp Sunndalinn niður í og yfir Bjarnarfjörðinn að Meyjará þar sem tjöldin og meiri kostur beið. Fyrir mig var skemmtilegast að koma í Skjaldabjarnarvík þótt í annað sinn væri því að þar fæddist hann faðir minn fyrir nær 89 árum.1 Hann hafði, líkt og fyrra skiptið sem ég fór, beðið fyrir kveðju til álfkonunnar sem á heima í klettaborginni fyrir ofan bæinn. Af bænum er ekkert lengur uppistandandi annað en eitt rör með krana og fallinn steinsteyptur strompurinn. En þarna bjó pabbi þar til hann var tæplega níu ára gamall. Leiðin þangað löng og ströng, bæði í dag og í þá daga. Afi gekk manna mest af fjölskyldumeðlimunum og þá oft til Ísafjarðar með tófuskinn eða annað til að selja eða til að ná í varning. Þá gekk hann í tvo eða þrjá daga. Gekk úr Skjaldarvíkinni í Reykjarfjörð og þaðan í Þara- látursfjörð og svo Furufjörð og þá yfir Skorarheiði og niður í Hrafnfjörð í Jökulfjörðum. Þar náði hann kannski að komast í bát til Ísafjarðar. Þessi leið er ein af fornminjunum okkar. Löng en vel finnanleg mest alla leiðina. En maður veltir fyrir sér hvernig það var að ganga þessa leið fyrir 90 eða 100 árum. Hvað hugsaði afi? Fannst honum þetta langt? Erfitt? Eða var þetta bara hluti af tilverunni? Var þetta fyrir hann rétt eins og fyrir okkur að ferðast til Ástralíu í flugvél sem líka tekur tvo daga? Pabba fannst það a.m.k. svolítið skondið þegar hann fór á suðurhvelið um árið að það tæki jafn- 1 Matthías Pétursson f. 1926 í Skjaldabjarnarvík. Foreldrar hans voru Pétur Friðriks- son og Sigríður Elín Jónsdóttir sem bjuggu fyrst í Hraundal í Nauteyrarhreppi (1915–1922, í Skjaldabjarnarvík 1922–1935 og síðan í Reykjarfirði syðri 1935– 1953). Matthías var síðar kaupfélagsstjóri á Hellissandi og skrifstofustjóri á Hvols- velli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.