Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 26

Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 26
24 Gengið var um Drangaskörð í sinni ótrúlegu fegurð sem er svo ólík nær og fjær. Tjaldað við Drangavíkurá. Þaðan er gengið næsta dag um Drangavík þar sem afi fæddist og lifði sín fyrstu tvö ár. Farið um Eyvindarfjörð og um Strandar- götur í Ófeigsfjörð þar sem beið dáindis fín kjötsúpa hjá Pétri í Ófeigsfirði, niðja Guðmundar Péturssonar hákarlaformanns sem afi stundaði veiðarnar hjá á sínum tíma. En svo merkilega vill til að Guðmundur Pétursson, hákarlaskipstjóri á Ófeigi í Ófeigsfirði, var albróðir Guðmundar Péturssonar fóstra hans afa míns á Dröngum. Þeir voru ekkert að spandera nöfnum þarna í gamla daga. Var samt engin mannanafnanefnd. Frá Ófeigsfirði var gengið um Eyri í Ingólfsfirði þar sem nútím- inn tók við með eldgamalli síldarverksmiðju í allri sinni stærð og ákaflega stuttu notkun. Í Norðurfirði beið svo Krossneslaug til að koma yl í kroppinn. Það var samt alveg furðulegt hvað lítið var kalt þótt ekki væri hitinn nema þetta 5–7 gráður svona að jafnaði, á daginn þ.e.a.s. En þá hugsar maður um lífið í Skjaldabjarnarvík hjá afa og ömmu og pabba og systkinum hans, líf í 13 ár, allt árið um kring, þar sem enginn er vegurinn heldur bara gatan mjóa og óbrúuðu árnar. Engin miðstöðvarkynding, engin matvörubúð á næsta horni, enginn læknir í nágrenninu, ekkert internet, ekkert sem við teljum svo sjálfsagt. Ekkert nema náttúran í allri sinni dýrð og sinni óforbetranlegu hörku. Hvernig leið fólkinu um miðjan vet- ur, í myrkrinu? Það er erfitt að setja sig í þau spor. Það er erfitt að átta sig á því hvað fólk upplifir sem kannski þekkir ekki annað en þessa hörðu og erfiðu lífsbaráttu, myrkrið og kuldann. En alltaf hlýtur óttinn að vera nærri, óttinn við einfaldlega að lífsbjörgin, maturinn og eldviðurinn verði ekki til staðar, bara klárist, nema maður standi sig og leggi allt sitt af mörkum og kannski meira til, til að tryggja líf um vetur á Ströndum. Það er ekki nema von að svo margt hafi breyst þegar útvarpið kom, það var nýtt líf. Þegar afi gekk til Ísafjarðar eitt sinn, annað- hvort árið 1931 eða 1932, með refaskinn þá keypti hann útvarpið. Pínulítið tæki með þremur lömpum. Þegar komið var til baka í Skjaldabjarnarvík með útvarpið var loftnetið sett upp, batteríinu komið fyrir og lömpunum smellt í tækið, en ekkert kom hljóðið. Þá var ekki annað að gera en að axla tækið og ganga á ný til Ísa-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.