Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 36

Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 36
34 laxveiðihlunnindi í samnefndri á, sem eru búdrýgindi á erfiðum tímum, og Steingrímsfjörðurinn fram undan, gjöfull með fisk, reka og fjörubeit, þannig að margar litlar matarholur styrktu bú- setu og lífsaf komu fólksins á Víðidalsá fram yfir það sem víða annars staðar gerðist. Þegar við bættist dugnaður og útsjónarsemi húsbændanna komst fjölskyldan vel af. Það er athyglisvert, fyrir þennan tíma, að Gísli og Sigríður stilltu barneignum í hóf þannig að næsta barn, Jón, fæðist ekki fyrr en í september 1879 og þar með lauk barneignum. Leikjatími barna var stuttur því að eins fljótt og kostur var fóru þau að hjálpa til og frá sex, sjö ára aldri voru börn oftast komin í hóp vinnandi heimilisfólks með dagleg skyldustörf. Það vekur athygli nútímafólks á myndum sem til eru af börnum frá þessum tímum, hvað þau eru bæði fullorðinslega klædd og alvarleg, þau bera ekki svipmót kátra barna, heldur virðist alvaran inngróin í svipmótið. Þar á aldarfarið hlut að máli. Langafi Gísli og langamma Sigríður ætla Páli afa að taka við búinu eftir sinn dag. Þetta sést m.a. á því að þau kosta Jón, yngri son sinn, til verslunarnáms í Danmörku, sem sýnir óvenjulega framsýni, að mennta hann til að starfa við annað en búskap, þarna stýrir bjarmi nýrrar aldar ákvörðunum. Þau hafa verið efn- uð miðað við það sem þá gerðist og djúpt þenkj andi, að vilja og geta kostað hann til náms í Danaveldi. Ný öld gengur í garð, harðindaárin eru að baki og samfara hlýnandi veðráttu vex þjóðinni móður bæði til lands og sjávar. Þilskipaútgerð og byrjandi togaraútgerð og vöxtur þéttbýlisins heldur áfram og styrkist. Úti á landi fer bjartsýni vaxandi og trúin á landið og landbúnaðinn er drifkraftur unga fólksins. Ung- mennafélagshreyfingin er ung og færir nýjar hugmyndir heim í héruðin, þar sem mönnum er blásin í brjóst trú á land og þjóð, ræktun lands og lýðs. Inn í þetta ferska andrúmsloft vex afi vit- andi vits, að hans hlutverk verður að leiða áfram búskap á Víði- dalsá og styrkja hann og stækka. Þegar kemur fram á árið 1903 hefur Jón, bróðir afa, lokið verslunarnámi í Danmörku og er fluttur til Ameríku í leit að nýjum tækifærum, frekari menntun og reynslu. Gömlu hjónin á Víðidalsá eru farin að lýjast og það stytt- ist í að afi taki alfarið við búsforráðum. Efni fjölskyldunnar eru góð og afa dreymir um nýtískulegt íbúðarhús, nýmóðins útihús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.