Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 38

Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 38
36 Á efnaheimilum í sveit, þar sem búskapurinn var rekinn með vinnufólki, voru tvær þungamiðjur jafnmikilvægar sem hverfðust hvor um aðra. Önnur miðjan var útivinnan, sem sneri að bú- skapnum sjálfum, öllu sem snerti umsýslu um bústofninn, hey- skap, viðhald húsa, viðgerðir og smíðar amboða og tækja og svo framvegis, og svo var hin þungamiðjan eða sú sem sneri að bús- haldi og hafði miðpunkt í eldhúsinu undir yfirstjórn húsfreyju. Á þessum innri vettvangi fór fram öll söfnun, vinnsla og varðveisla matar, sem skipti höfuðmáli að væri stjórnað af ráðdeild og hyggjuviti, og allt sem laut að fatnaði, viðhaldi, vinnslu ullar, klæða gerð og sem sagt öllu sem snerti búnað heimilisfólks í stóru og smáu. Verkaskipting milli hjóna var skýr, utandyra réð bóndinn en innandyra húsfreyja og þar voru oftast skýr skil á milli. Þegar húsbóndinn steig inn fyrir þröskuldinn þá var hans yfirráðum lokið og yfirráð húsfreyju tóku við. Þessi verkaskipting var svo mikilvægt afkomuatriði að vantaði annað þá voru uppi vandræði og komið á ástand, sem ekki gat gengið til lengdar. Efnahagur og stjórnun voru hér svo saman tvinnuð að á hverju heimili þurfti að kosta kapps um, að bæði úti og inni væri sýslað um hlutina af ráð- deild. Afa var vel ljóst að það sem nú reið mest á var að finna eiginkonu sem gæti skipað þann sess sem höfðingjaheimili í sveit krafðist. Þar sem hann gengur á eftir fé sínu um móann lætur hann hugann reika um nágranna sveitirnar, hvort einhvers staðar leyn- ist konuefni við hæfi. Hann hélt uppi spurnum um ungar stúlkur hjá nánum vinum og frændum, spurðist fyrir um efnahag og kvenkosti og eftir ítarlega yfirferð kom nafn stúlku frá Brodda- dalsá æ oftar upp í hugann. Þetta var heimasætan Þor steinsína Guðrún Brynjólfsdóttir á Broddadalsá í Fellssókn. Hún var þriðja elst úr hópi átta systkina. Faðir hennar var góður bóndi, þar sem saman fór mikil rausn og góður efnahagur. Sögur fóru af því víða um sveitir að Þorsteinsína væri mikill og góður kvenkostur, bæði falleg og fönguleg stúlka og skörungur mikill. Afa leist þannig á að þarna væri eftirsóknarvert konu efni og gott jafnræði ríkti á milli heimilanna þannig að hann ákvað að láta slag standa og senda bónorð. Á þessum tíma skutust menn ekki á milli bæja rétt si-svona, það var meira mál en það, þannig að í stað þess að ferðast langa leið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.