Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 40
38
henni yfirgang eða hroka. Það var sérstaklega tekið til þess hversu
vel hún hugs aði um þá sem áttu undir högg að sækja. Undir
hennar verndarvæng áttu þeir skjól og var sýnd sama virðing og
atlæti og öðrum sem bar að garði. Það var sama hvort gesturinn
var sjálfur sýslumaðurinn eða fátækur húsgangsmaður.
Ég hefi aldrei heyrt að nokkur manneskja hafi nokkurn tíma
sagt hnjóðsyrði í garð ömmu. Miklu fremur heyrði maður alla tíð
hversu góð og mikilhæf manneskja hún hefði verið. Hún var
skartmanneskja og lagði mikið upp úr góðum klæðaburði, að fólk
klæddist sómasamlega sama hvort var hversdags eða spari. Þegar
amma var komin í upphlutinn sinn með skotthúfu og stokkabelti
um sig miðja, sópaði að henni. Þá duldist engum hver þar var á
ferð.
Þótt kynnin hafi ekki verið löng fyrir hjónabandið kviknaði ást
og virðing milli þeirra hjóna og svo fæddust börnin eitt af öðru.
Afi bar ómælda virðingu fyrir ömmu og fannst gott hvað hún hélt
uppi myndarlegu og ríkmannlegu heimilishaldi. Þau voru sam-
taka um flesta hluti og saman ákváðu þau að byggja nýtt og stórt
íbúðarhús á Víðidalsá 1926, hús sem vissulega hæfði. Frægasti
arkitekt Íslendinga, Guðjón Samúelsson, teiknaði húsið.
Það er mjög miður að húsið á Víðidalsá skuli hafa glatast úr
ættinni, því að þar hefði mátt setja upp lifandi safn, menningar-
setur, sem sýndi höfðingjabýli í sveit í upphafi 20. aldar, það hefði
verið veglegur og viðeigandi minnisvarði um afa og ömmu og
þann stórhug, sem þau bjuggu yfir og sýndu. Það er óhætt að
fullyrða að þau báru höfuð og herðar yfir nágrenni sitt og þótt
víðar væri leitað.
Það er gott að hugsa til þess að eiga því láni að fagna að tengj-
ast þessum rismiklu hjónum og vera í þakkarskuld við þau um
marga góða hluti.
Að lokum leyfi ég mér að segja tvær sögur sem Fríða, Hallfríð-
ur Jónsdóttir á Undralandi, sagði mér og lýsa vel hverslags
forstandskona amma hefur verið í alla staði. Fríða var dóttir Jóns
Brynjólfssonar, bróður ömmu. Fríða segir svo frá, sagt með henn-
ar orðalagi:
Þegar Þorsteinsína kom fyrst á Víðidalsá leist henni ekki alls
kostar vel á klæðaburð og útganginn á mannsefninu. Hans dag-
legu klæði voru einhvers konar strigabuxur, óttalegar druslur, og