Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 52
50
búið sá hann að ekki yrði lengra farið og yrði hann því að snúa
frá. Ekki vildi hann fara aftur að Kjörvogi til að gista þar um
nóttina heldur ákvað að labba langt fyrir ofan bæinn með fram
Kjörvogsmúlanum, síðan fyrir Ávíkurdal, inn í Trékyllisvík og yfir
Naustvíkurskörð, þriggja tíma gang.
Guðmundur Árnason var mikill sómamaður sem engum datt í
hug að vefengja en söguna sagði hann þá er hann kom heim til
sín er liðið var fram á nótt. Það segir sig sjálft að enginn tekur á
sig þriggja tíma erfiða göngu í myrkri að gamni sínu. Leiðin, sem
hann átti eftir að fara heim til sín frá Hrafnshamarsgjánni, var
svona rúmur hálftími. Að leggja á sig erfiða þriggja tíma göngu
gera menn ekki nema eitthvað mjög óvænt komi upp á. Guð-
mundur mun hafa verið tregur til að segja söguna eftir að hann
hafði útskýrt hana heima hjá sér við heimkomuna en þeir sem
heyrðu hana efuðust ekki um að þarna hafi verið eitthvað undar-
legt á ferðinni.
Löngu síðar, eða 1958, var ég á jarðýtu að gera veginn yfir
Hrafnshamarsgjá en hann liggur um gömlu reiðgötuna þar sem
Guðmundur Árnason varð frá að hverfa í síðara skiptið. Ég var á
næturvakt seint í júlí er ég kom að Hrafnshamarsgjánni og byrj-
aði að ýta efni inn í Hrafnshamarslækinn um miðnætti. Þá var
enn albjört sumarnótt en sagan af Guðmundi Árnasyni kom mér
þá mjög í hug. Beið ég alltaf eftir að eitthvað myndi gerast, ýtan
að bila eða einhver álíka jarteikn eiga sér stað. Það gerðist ekki og
kláruðum við veginn á nokkrum dögum yfir Hrafnshamar að
Langahjalla sem liggur þar rétt fyrir innan en þar þurfti að
sprengja. Þegar verið var að ýta blautu moldarefni að sprengju-
staðnum festist ýtan svo illa að keyra varð hana fram úr drullinni
og niður allan brattann og niður í fjöru, tvísýn ferð. Ýtan kom
niður nokkurn veginn um miðja Ónavíkina til móts við gamla
skipsflakið sem þar hefur verið að brotna niður í áratugi. Til að
komast aftur upp á veg þurfti að fara út fyrir Hrafnshamarslækinn
við Ónaklettana og síðan leiðina upp sem Guðmundur Árnason
varð að ganga til að komast upp á efri reiðgötuna. Kannski var
þessi atburðarás skilaboð til mín um að ég væri á stað þar sem
fyllstu aðgát skyldi við hafa.
Sagan af nafna mínum í Naustvík hefur ærið oft komið mér í
hug og hún varð til þess að ég gerði vísu undir bragarhætti Jóns