Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 55
53
andsvara tók Guðmundur Pétursson til máls og bauðst til að vinna að
því að fá samkomusalinn3 á Djúpuvík til afnota fyrir félagið.
Næst er minnst á húsnæði fyrir Eflingu í fundargerð þ. 31. okt.
1943:
Framsaga. Jóhannes Pétursson4: Ræddi hann um vallarmálið og benti
hann á, að þess væri mikil nauðsyn að félagið ætti einhvern samastað
fyrir þá menn, sem áhuga höfðu fyrir íþróttum. En skammt fyrir ofan
Djúpavík væri vallarstæði er heppilegt væri, enda væri Djúpavík aðal-
miðstöð félagsins og þar væru allar skemmtanir haldnar. Þess vegna
þarfnast félagið að fá yfirráð yfir honum: Keyptan eða leigðan.
Næstur tók til máls: Alfreð Sæmundsson5 og var hann fyrrverandi
ræðumanni alveg sammála. Friðrik Pétursson6 andmælti og benti á að
fjárhagsástæður félagsins leyfðu ekki slík stórkaup.
Alfreð Sæmundsson: Kvað það ekki koma til mála að völlurinn væri
keyptur háu verði því allir vissu hvernig félagið stæði sig efnalega.
Björn Ben.7: Hann kvað fundinum það fyrir bestu að einhver tillaga
væri borin fram til samþykktar. … Jóhannes Pétursson: þakkaði hann
fyrir að rætt hefði verið um framsöguna af áhuga og skilningi. Líka drap
hann á að íþróttin væri ei að síður andleg þjálfun, sem líkamleg. … þá
kom fundarstjóri [Magnús Ben.] með tillögu um að nefnd væri kosin til
að hafa til meðferðar framkvæmd íþróttarvallarmálsins og var það sam-
þykkt [með] öllum samhljóða atkvæðum. Þessir menn voru kosnir: Jó-
hannes Pétursson hlaut 15 atkvæði, Magnús Ben.8 13 atk. og Alfreð
Sæmundsson 13 atk. Og var það mál tekið út af dagskrá.
3 Þessi samkomusalur var á jarðhæð Kvennabraggans.
4 Jóhannes Pétursson var frá Reykjarfirði, seinna skólastjóri á Finnbogastöðum og
síðar kennari í Reykjavík.
5 Alfreð Sæmundsson var frá Kambi, seinna smiður í Reykjavík.
6 Friðrik Pétursson var frá Reykjarfirði, seinna kennari í Vestmannaeyjum og síðar í
Kópavogi.
7 Björn Benediktsson. Sonur Benedikts Benjamínssonar pósts. Síðar póstmaður í
Reykjavík.
8 Magnús Benediktsson. Sonur Benedikts Benjamínssonar pósts. Síðar málara-
meistari í Reykjavík.