Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 68
66
Ég hef verið beðin að tilkynna yður f.h. ungmennafélagins að félaginu
finnist þessi skilyrði sjálfsögð og eðlileg og ungmennafélagið muni með
ánægju gangast undir þau.
Ég hef enn fremur verið beðinn að flytja yður hugheilar þakkir fyrir þá
rausn, sem eigendur Kjósar hafa sýnt og þann skilning, sem þér hafið
sýnt á málefnum ungmennafélagsins.
Framkvæmdir
Félagið keypti bragga suður á Keflavíkurflugvelli veturinn 1946–
1947 og reif hann og flutti til Reykjavíkur og þaðan með strand-
ferðaskipi til Djúpavíkur. Vitað er að Friðrik Pétursson, Skúli Al-
exandersson, Ágúst Alexandersson frá Kjós og Helgi Jónsson frá
Reykjanesi rifu braggann ásamt fleirum veturinn 1947, á tímabil-
inu janúar fram í maí. Efninu úr bragganum á Keflavíkurflugvelli
var ekið á Ríkisskip 12. maí 1947. Líklega kom efnið úr braggan-
um til Djúpavíkur í maí 1947. Þá lá enn ekki fyrir loforð um lóð
og frá því var ekki gengið fyrr en sumarið 1948.
Húsið var reist á svonefndri Oddnýjarholtsflöt sem er neðan
við Oddnýjargjárholt. Matthías Pétursson og Skúli Alexandersson
ásamt mörgum fleirum reistu húsið sumarið 1948.32 Líklega var
hafist handa við að byggja eftir að bréf Sveins dags. 14. júlí barst
og var það að mestu tilbúið þá um haustið nema það vantaði í það
gólfið og innréttingar. Húsið virðist aldrei hafa verið fullklárað.
Gólf mun hafa verið sett í húsið sumarið 194933 og þar var haldið
a.m.k. eitt ball. Guðmundur Ágústsson34 notaði húsið seinna sem
skothús, bar út agn undir hlíðina fyrir ofan og lá í bragganum. Í
Ungmennafélagsbragganum var einnig geymt hey og mór yfir
veturinn og sótt á sleða þegar til átti að taka. Fyrir sleðann var
beitt hesti sem Alexander Árnason átti. Í húsinu var aldrei nein
32 Í grein um Ungmennafélagið Eflingu í Strandir II segir Jóhannes Pétursson að
húsið hafi verið reist árið 1947 en það fær ekki staðist.
33 Á þessum árum var allt efni skammtað og þurfti að fá leyfi til að kaupa byggingar-
efni. Matthías og Friðrik Péturssynir fóru á skömmtunarskrifstofu ríkisins veturinn
1947–48. Þegar þeir komu inn var þar fyrir innan borðið maður að klippa frímerki
af umslögum og fór sér að engu óðslega og vandaði sig mikið. Þeir félagar biðu
drykklanga stund og þegar starfsmaðurinn var búinn að ljúka tiltektinni báðu þeir
um leyfi fyrir gólfborðum. Leyfið var auðfengið og fóru þeir með leyfisbréfið niður
í Völund og keyptu gólfefnið. (Munnl. heimild: Matthías Pétursson.)
34 Guðmundur Ágústsson frá Kjós. Bjó á Djúpavík og vann við verksmiðjuna. Síðar
fiskmatsmaður í Hafnarfirði.