Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 68

Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 68
66 Ég hef verið beðin að tilkynna yður f.h. ungmennafélagins að félaginu finnist þessi skilyrði sjálfsögð og eðlileg og ungmennafélagið muni með ánægju gangast undir þau. Ég hef enn fremur verið beðinn að flytja yður hugheilar þakkir fyrir þá rausn, sem eigendur Kjósar hafa sýnt og þann skilning, sem þér hafið sýnt á málefnum ungmennafélagsins. Framkvæmdir Félagið keypti bragga suður á Keflavíkurflugvelli veturinn 1946– 1947 og reif hann og flutti til Reykjavíkur og þaðan með strand- ferðaskipi til Djúpavíkur. Vitað er að Friðrik Pétursson, Skúli Al- exandersson, Ágúst Alexandersson frá Kjós og Helgi Jónsson frá Reykjanesi rifu braggann ásamt fleirum veturinn 1947, á tímabil- inu janúar fram í maí. Efninu úr bragganum á Keflavíkurflugvelli var ekið á Ríkisskip 12. maí 1947. Líklega kom efnið úr braggan- um til Djúpavíkur í maí 1947. Þá lá enn ekki fyrir loforð um lóð og frá því var ekki gengið fyrr en sumarið 1948. Húsið var reist á svonefndri Oddnýjarholtsflöt sem er neðan við Oddnýjargjárholt. Matthías Pétursson og Skúli Alexandersson ásamt mörgum fleirum reistu húsið sumarið 1948.32 Líklega var hafist handa við að byggja eftir að bréf Sveins dags. 14. júlí barst og var það að mestu tilbúið þá um haustið nema það vantaði í það gólfið og innréttingar. Húsið virðist aldrei hafa verið fullklárað. Gólf mun hafa verið sett í húsið sumarið 194933 og þar var haldið a.m.k. eitt ball. Guðmundur Ágústsson34 notaði húsið seinna sem skothús, bar út agn undir hlíðina fyrir ofan og lá í bragganum. Í Ungmennafélagsbragganum var einnig geymt hey og mór yfir veturinn og sótt á sleða þegar til átti að taka. Fyrir sleðann var beitt hesti sem Alexander Árnason átti. Í húsinu var aldrei nein 32 Í grein um Ungmennafélagið Eflingu í Strandir II segir Jóhannes Pétursson að húsið hafi verið reist árið 1947 en það fær ekki staðist. 33 Á þessum árum var allt efni skammtað og þurfti að fá leyfi til að kaupa byggingar- efni. Matthías og Friðrik Péturssynir fóru á skömmtunarskrifstofu ríkisins veturinn 1947–48. Þegar þeir komu inn var þar fyrir innan borðið maður að klippa frímerki af umslögum og fór sér að engu óðslega og vandaði sig mikið. Þeir félagar biðu drykklanga stund og þegar starfsmaðurinn var búinn að ljúka tiltektinni báðu þeir um leyfi fyrir gólfborðum. Leyfið var auðfengið og fóru þeir með leyfisbréfið niður í Völund og keyptu gólfefnið. (Munnl. heimild: Matthías Pétursson.) 34 Guðmundur Ágústsson frá Kjós. Bjó á Djúpavík og vann við verksmiðjuna. Síðar fiskmatsmaður í Hafnarfirði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.