Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 84

Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 84
82 Höfðaholt (14). Bakkarnir innan við Hróarshöfða nefnast Höfða- bakkar (15) og eru að mestu í Eyrarlandi. Upp af Hróaldshöfðavík er slakki í hlíðinni sem heitir Hvolf (16). Eyrarmenn sögðu þegar farið var til Norðurfjarðar „að fara út yfir Höfða“. Landið milli Höfðaholts (sem Munaðarnesmenn nefna svo) og Eiðishamra (17) heitir Eiði (18). Höfðaholtið ber hæst á Eiðinu sunnanverðu. Eiðishamrar eru alllangur hamraveggur og hár, sem veit mót suðri, og eru í daglegu tali nefndir Hamrar (19). Landamerkin eru sjónhending úr Höfðaholti í Tröllhól (20) sem er hæsta holtið á Eiðinu norðanverðu. Það liggur Norðurfjarðar megin á Eiðinu. Áður en farið var að sneiða af Krossneslandi á síðustu öld lágu merki milli Krossness og Munaðarness um Tröll- hól. Frá Tröllhól er landamerkjaskurður upp að Eiðishömrum. Landamerkin liggja upp Hamrana eftir lækjarsytru, Landamerkja- læk (21), og fylgir henni upp að hlíðum Kálfatinda (22) sem eru efst á Krossnesfjalli (23). Kálfatindar eru stundum nefndir Kálfa- tindur (24). Kálfatindar eru tveir og sýlt á milli. Nyrðri tindurinn er hærri og nefnist Efri-Kálfatindur (25) eða Efri-Tindur (26). Hinn er lægri og nefnist Neðri-Kálfatindur eða Neðri-Tindur frá Krossnesi en Ytri-Tindur frá Munaðarnesi. Neðri-Tindur er ekki í landi Munaðarness. Ofan Eiðishamra taka Heydalir (27) við. Þar eru nokkrar slægj- ur og var þar síðast heyjað um 1948. Þar voru Drangavíkurmenn að verki. Þeir þurrkuðu töðuna, bundu og fluttu síðan niður í fjöru og í bát og þaðan til Drangavíkur. Langur heybandsvegur það. Slægjublettirnir á Heydölum munu áður hafa heitið nöfnum en þau eru nú gleymd. Skammt utan við Landamerkjalækinn gengur hálfgróin skora skáhallt upp í gegnum Eiðishamrana. Hún heitir Gangur (28). Landamerkin koma í eystri endann á Lambahjalla (29). Lambahjalli er áberandi hjalli í hlíðum Hey- dalatagls (30) sem liggur vestnorðvestur frá Kálfatindum. Það er í daglegu tali nefnt Tagl (31) og endar í Heydalaöxl (32). Svæðið í Heydölum frá Lambahjalla að Heydalaöxl heitir Hæðir (33) og eru þær klettaholt. Nú færum við okkur aftur niður á Höfðaholt og förum upp eftir Eiðinu. Skammt norðan við Höfðaholt er lítil tjörn, Lóma- tjörn (34), og kringum hana er engi sem heitir Lómatjarnarsund (35). Á norðanverðu Eiðinu skammt þar frá er ávöl klömp, ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.