Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 84
82
Höfðaholt (14). Bakkarnir innan við Hróarshöfða nefnast Höfða-
bakkar (15) og eru að mestu í Eyrarlandi. Upp af Hróaldshöfðavík
er slakki í hlíðinni sem heitir Hvolf (16). Eyrarmenn sögðu þegar
farið var til Norðurfjarðar „að fara út yfir Höfða“.
Landið milli Höfðaholts (sem Munaðarnesmenn nefna svo) og
Eiðishamra (17) heitir Eiði (18). Höfðaholtið ber hæst á Eiðinu
sunnanverðu. Eiðishamrar eru alllangur hamraveggur og hár,
sem veit mót suðri, og eru í daglegu tali nefndir Hamrar (19).
Landamerkin eru sjónhending úr Höfðaholti í Tröllhól (20) sem
er hæsta holtið á Eiðinu norðanverðu. Það liggur Norðurfjarðar
megin á Eiðinu. Áður en farið var að sneiða af Krossneslandi á
síðustu öld lágu merki milli Krossness og Munaðarness um Tröll-
hól. Frá Tröllhól er landamerkjaskurður upp að Eiðishömrum.
Landamerkin liggja upp Hamrana eftir lækjarsytru, Landamerkja-
læk (21), og fylgir henni upp að hlíðum Kálfatinda (22) sem eru
efst á Krossnesfjalli (23). Kálfatindar eru stundum nefndir Kálfa-
tindur (24). Kálfatindar eru tveir og sýlt á milli. Nyrðri tindurinn
er hærri og nefnist Efri-Kálfatindur (25) eða Efri-Tindur (26).
Hinn er lægri og nefnist Neðri-Kálfatindur eða Neðri-Tindur frá
Krossnesi en Ytri-Tindur frá Munaðarnesi. Neðri-Tindur er ekki í
landi Munaðarness.
Ofan Eiðishamra taka Heydalir (27) við. Þar eru nokkrar slægj-
ur og var þar síðast heyjað um 1948. Þar voru Drangavíkurmenn
að verki. Þeir þurrkuðu töðuna, bundu og fluttu síðan niður í
fjöru og í bát og þaðan til Drangavíkur. Langur heybandsvegur
það. Slægjublettirnir á Heydölum munu áður hafa heitið nöfnum
en þau eru nú gleymd. Skammt utan við Landamerkjalækinn
gengur hálfgróin skora skáhallt upp í gegnum Eiðishamrana.
Hún heitir Gangur (28). Landamerkin koma í eystri endann á
Lambahjalla (29). Lambahjalli er áberandi hjalli í hlíðum Hey-
dalatagls (30) sem liggur vestnorðvestur frá Kálfatindum. Það er í
daglegu tali nefnt Tagl (31) og endar í Heydalaöxl (32). Svæðið í
Heydölum frá Lambahjalla að Heydalaöxl heitir Hæðir (33) og
eru þær klettaholt.
Nú færum við okkur aftur niður á Höfðaholt og förum upp
eftir Eiðinu. Skammt norðan við Höfðaholt er lítil tjörn, Lóma-
tjörn (34), og kringum hana er engi sem heitir Lómatjarnarsund
(35). Á norðanverðu Eiðinu skammt þar frá er ávöl klömp, ekki