Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 86

Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 86
84 heitir Vetrarsteinn (58). Steinninn er um 2 m á hlið og er flatur að ofan. Nafnið er dregið af því að hann fer ekki á kaf nema í mestu snjóavetrum og gerðist það síðast veturinn 1988–1989. Nú förum við enn inn að Höfðum og höldum þaðan út með sjónum. Áður er nefnd Höfðavík. Í lægðinni undir Eiðinu er hvammur. Þar stofnaði Þórarinn Þórðarson frá Munaðarnesi ný- býli kringum 1940. Hann nefndi það Fagrahvamm sem er í dag- legu tali ávallt nefndur Hvammur (59). Sagt er „að fara inn í Hvamm“ og Norðfirðingar segja „að fara yfir í Hvamm“. Þórarinn flutti burt árið 1951. Þarna mun hafa verið býli fyrr á öldum og sést móta fyrir áberandi hól. Á honum var reist íbúðarhús en litlu ofar er skemmugrunnur. Skemman var síðar flutt að Felli og stendur þar enn. Þessar byggingar voru utan við Eiðislækinn en innan við hann eru tóftir af fjárhúsum frá sama tíma. Fjárhúsin voru svo rifin og byggð upp á Stekkjarnesi norðan við Munað- arnesbæinn (Stekkjarneshús). Eftir að Þórarinn fór bjó maður að nafni Vilbert Stefánsson í Fagrahvammi í tvö ár (1951–1953) og síðan hefur Fagrihvammur verið í eyði. Áður en Fagrihvammur var byggður upp hétu þarna Hlöður (60) og enn fyrr Eiðishús (61). Hóllinn sem bærinn stóð á heitir Bæjarhóll (62). Hlaðið (63) var fremst á hólnum. Hlöðulækurinn hét Stórilækur (64) niður við bæinn og í honum er foss sem hét nafni sem nú er gleymt. Annar lækur minni var utan við bæinn og hét hann Bæj- arlækur (65) eða Litlilækur (66). Lending (67) var beint niður af bænum. Víkin utan Fagra- hvamms heitir Forvaðavík (68) en hét áður Hlöðuvík (69). Yst í þessari vík settu Ófeigsfjarðar- og Seljanesmenn báta sína er þeir fóru í kaupstað í Norðurfirði. Utan við Forvaðavíkina tekur við Forvaði (70) en það er kafli þar sem lágir klettabakkar standa í sjó fram. Ofan við Forvaðann er grasbakki sem nær frá Torfvíkum og inn að Fagrahvammi og er hann nefndur einu nafni Bakkar (71). Bakkarnir og svæðið upp af þeim allt upp undir Götur nefnist Lághlíð (72). Á vetrum þegar snjóflóðahætta er mikil var gengið með sjónum eða neðst í hlíðinni og sagt var „að fara inn Lághlíð“ eða „inn Bakka“. Nokkru þar fyrir utan eru tóftir síldarsöltunar- stöðvar sem starfrækt var árið 1919 af mönnum frá Akureyri. Þess- ar tóftir heita síðan Stöðin (73). Oftast er talað um Stöðina á Mun- aðarneshlíðinni (74). Þarna sést einungis til eins húsgrunns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.