Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 101

Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 101
99 dregið af því að í mörg ár eftir að það var brotið var það svart og greri illa. Milli Stekkjarness og Hærra-Stekkjarness er stykki sem nefnist Miðnes (328) og skilur Hærra-Stekkjarnesið það og Svartastykki. Utan og ofan við Dýrakletta er Dýraklettamýri (329). Vestan við Bryggju er Ræman (330) sem er mjótt stykki milli Bryggju og skurðar vestan hennar. Bryggjuslétta (331) liggur aftur á móti austan við Merarbryggju. Stór hluti af Móholtinu hefur einnig verið brotinn og þar ræktað tún. Halldór Jónsson, sem lengi bjó á Munaðarnesi (1935–1963) og átti hluta í jörðinni, girti af skika út í Landinu og var sú girðing nefnd eftir honum Halldórsgirðing (332). Að vestan liggur girðingin úr Skálanesvík rétt heiman til við Skálanesið og þaðan sjónhendingu upp í hlíðina milli Hærri- og Neðri-Dýrakletta, að ofan með hlíðarfætinum og að austan niður í utanverðan Ytri-Bás um mið Svörtunef. Samúel Vilberg Jónsson keypti þennan jarðarpart árið 1962 og síðan hefur Halldórsgirðing verið nefnd Villagirðing (333). Í Villagirðingu er mikið af gömlum mógröfum sem nú eru að mestu uppgrónar. Þær eru nefndar Grafir (334). Klettarnir fyrir ofan þessar fornu mógrafir heita Móklettar (335) og eru þeir innan Villagirðingar. Þarna þótti slakt mótak. Á Mó- klettunum var grindaður mór. Svæðið frá Krossklettum og út að Bryggju hét einu nafni Mýrar (336) áður en það var ræst fram og þurrkað. Sagt var „að fara út á Mýrar“. Mýrlendið á Svörtunefjunum og út að Sjálfbergi heitir Svörtunefsmýrar (337) eða Sortunefsmýrar (338). Sagt var „að heyja á Sortunefjunum“. Niður af Torfahrygg er Torfahryggsmýri (339). Munaðarnesfjall Nú förum við aftur heim að bæ og teljum hryggina í hlíðinni út eftir. Fyrir ofan bæinn (um 100 m utan við hann) er Skrautu- hryggur (340) og á honum neðst er Imbusteinn (341). Skrautu- hryggur er nokkuð breið aurkeila neðan undir Dagmálalæk og sunnan hryggjarins er Hvammur. Imbusteinn er sléttur steinn sem nær manni í brjóst og er hann um tveggja metra langur. Steinninn er kenndur við Ingibjörgu Jónsdóttur sem gift var Guð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.