Bændablaðið - 22.07.2021, Page 12

Bændablaðið - 22.07.2021, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202112 Ákveðið hefur verið að halda verk efninu Glæðum Grímsey áfram út næsta ár. Byggðastofnun leggur verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár og eru þau nýtt til verkefnastjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni. Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga leggja verkefninu einnig lið og annast umsýslu þess með Byggðastofnun. Þáttur íbúa í Grímsey snýst um að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum en þyngst vegur þó dugnaður þeirra sjálfra í verkefninu. Íbúar komu saman á dögunum til fundar sem loks var hægt að boða eftir að kórónuveirufaraldur er í rénun, en farið var yfir stöðuna og framhaldið rætt. Mæting á fundinn var mjög góð. Halla Björk Reynisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, setti fundinn og gerði grein fyrir ákvörðun um framlengingu verkefnisins til loka árs 2022, í kjölfar samtals fulltrúa Akureyrarbæjar við stjórnvöld og samþykktar ríkisstjórnar þar að lútandi. Nánar var farið yfir helsta árangur verkefnisins til þessa og áherslur næstu mánaða. Í framhaldi af því var gerð grein fyrir stöðu markmiða í verkefnisáætlun og að því loknu skiptu íbúar sér í hópa til að ræða áherslur í vinnu næstu missera í framlengdu verkefni. /MMÞ Jón Jóhannsson er staðarhaldari að Mosskógum í Mosfellsdal þar sem haldinn hefur verið grænmetismarkaður í 20 ár. Á hverju ári bætist við úrvalið og er þar að finna fjölbreyttan varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, blóm, glænýjan silung úr Þingvallavatni, hunang, umhverfisvænar sápur með ýmiss konar jurtum ásamt veitingum frá ýmsum þjóðlöndum. Blaðamaður Bændablaðsins átti leið um Mosskóga á dögunum, þegar annar markaður sumarsins var haldinn. Opið er allar helgar, laugardag og sunnudag fram í september/október, allt eftir því hvað veðrið leyfir. Það var hin fínasta sumarstemning á markaðnum en Jón segir þau fara rólega af stað og auglýsa lítið í byrjun þannig að þau nái að anna eftirspurn. „Við auglýsum okkur á Facebook en þegar á líður sumarið verður meira úrval og því förum við hægt í sakirnar til að byrja með. Ég byrjaði hér með trjárækt en fór svo smátt og smátt út í grænmetið og var í raun algjör tilviljun að við byrjuðum með markaðinn á sínum tíma. Það kom viðtal í Morgunblaðinu og það varð algjör sprenging hér, komu um tvö þúsund manns og allt tæmdist á augabragði. Síðan hefur þetta fest sig í sessi og það er alltaf jafn góð og hugguleg stemning hérna sem fólk sækir í, en núna má eiginlega segja að þetta sé orðið bændamarkaður því úrvalið er mun meira en eingöngu grænmeti,“ útskýrir Jón Jóhannsson í Mosskógum. /ehg FRÉTTIR Alls konar gómsætt og gott úr sveitinni Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið. Það er ekki amalegt að geta keypt sér nýveiddan silung beint upp úr Þingvallavatni. Þessi mæðgin seldu alls kyns tegundir af hunangi frá heimalandi sínu. Glæsileg blóm voru til sölu frá Dalsgarði. Glæðum Grímsey: Framlengja verkefnið til loka næsta árs Góð mæting var á íbúafund sem haldinn var um verkefnið nýverið. Á bryggjunni í Grímsey. Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni. Myndir / Kristján Þ Halldórsson á vef Byggðastofnunar REKI EHF ER STOLTUR UMBOÐSAÐILI DONALDSON Á ÍSLANDI. EIGUM MIKIÐ ÚRVAL AF SÍUM Á LAGER. Reki ehf Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími: 562 2950 Fax: 562 3760 E-mail: bjorn@reki.is www.reki.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.