Bændablaðið - 22.07.2021, Qupperneq 15

Bændablaðið - 22.07.2021, Qupperneq 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 15 Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur tekið jákvætt í ósk forsvarsmanna Blönduósbæjar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sameining var samþykkt í báðum þessum sveitarfélögum í íbúakosningu í byrjun sumars. Tvö sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu, Skagaströnd og Skagabyggð felldu þá sameiningu. Fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnavatnshrepps að áður en lagt verði í þá vegferð sem sameiningarviðræður eru telji hún rétt að leggja fyrir skoðanakönnun samhliða alþingiskosningum í lok september. „Ástæða þess er að tryggja umboð sveitarstjórnar frá íbúum sveitarfélagsins til að fara í slíkar sameiningarviðræður,“ segir í bókun frá fundinum. Samþykkt var á fundinum að leggja skoðanakönnun fram í þeim kosningum og mun verða lögð fram spurningin; Vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ? Viðræðum verði lokið í síðasta lagi í janúar á næsta ári Mikil undirbúningsvinna hefur þegar farið fram en sveitarstjórn segir þó að grundvallarmunur sé á þessari sameiningu en þeirri sem felld var í júní síðastliðnum. Verði niðurstöður skoðanakönnunar þær að meirihluti íbúa sveitarfélagsins vilji fara í formlegar sameiningarviðræður ætli sveitarstjórn að leggja allt kapp á að ljúka sameiningarviðræðum og kosningu eins hratt og hægt er og eigi síðar en í janúar árið 2022. Þá segir í bókun sveitarstjórnar að enn standi þeir fjármunir til boða sem lagt var upp með í fyrri viðræðum og það þrátt fyrir að formlegar viðræður hefjist ekki fyrr en í október. „Mikill og góður grunnur hefur verið lagður fyrir þessar sameiningarviðræður en þó er ljóst að nokkra vinnu þarf að leggja í nýjar viðræður,“ segir enn fremur. Brunavarnir í þjónustusamning? Bent er á vegna bókunar frá Blönduós- bæ um undirbúning að uppsögn vegna byggðasamlaga að gerðar séu í bréfi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu athuga - semdir við samþykktir byggðasamlags um Brunavarnir Austur-Húnvetninga. „Vegna þess ágreinings sem uppi hefur verið um rekstur byggðasamlags um brunavarnir felur sveitarstjórn sveitarstjóra að kanna hvort rekstur brunavarna hjá sveitarfélaginu sé betur kominn í þjónustusamningi milli sveitarfélaganna í stað byggðasamlags.“ /MÞÞ Húnavatnshreppur og sameiningarmálin: Skoðanakönnun um vilja íbúa gerð í alþingiskosningum FRÉTTIR Sjókvíaeldi er skaðlegt fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin. Um 20% eldislaxa drepast í sjókvíunum og um helmingur þeirra er vanskapaður, nær ekki fullum þroska eða er heyrnarlaus. Myndin sýnir eldislax í sjókví í Berufirði. Framkvæmdir eru hafnar við viðbyggingu við Leikskólann í Stykkishólmi. Fyrsta skóflu- stungan var tekin nýverið við hátíðlega athöfn og því ekkert að vanbúnaði að hefja byggingafram- kvæmdir. Núverandi leikskóli er með þrem- ur deildum og er nú verið að bæta þeirri fjórðu við til að mæta aukn- um nemendafjölda við skólann. Laus kennslustofa hefur verið nýtt til að bera fjórðu deildina frá árinu 2017, sem þá var orðinn fullsetinn, en í frumhönnun leikskólans var gert ráð fyrir að hægt væri að fjölga deildum skólans um eina. Þá var einnig gert ráð fyrir því í deiliskipulagi hvað varðar nýtingarhlutfall og stærð byggingarreits að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Stykkishólms. Verklok í febrúar á næsta ári Verkefnið felst í því að fullbyggja nýju deildina að innan sem utan með innréttingum, og öllum tilheyrandi frágangi og skila tilbúnu til notkunar. Verklegar framkvæmdir voru boðnar út í heild sinni í maí 2021. Tvö tilboð bárust í verkefnið og var því lægra tekið, frá Þ.B.Borg upp á ríflega 57 milljónir króna. Stefnt er að verk- lokum í lok febrúar 2022. /MÞÞ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, vekur athygli á Facbook-síðu íbúa sveitarfélagsins að þegar leikskólinn Undraland á Flúðum verði opnaður eftir sumarfrí verði átta starfsmenn hættir. Fjórir af þeim eru að færa sig upp um skólastig og fara þrír af þeim til starfa í Flúðaskóla. Hinir eru að hverfa til annarra starfa og að fara í nám. „Það er óneitanlega slæmt þegar svo stór hluti starfsmannahópsins hættir á sama tíma og er það krefjandi verkefni að ráða inn í þær stöður. Við horfum þó bjartsýn á framtíðina og vonum að þetta fari á besta veg,“ segir Halldóra meðal annars og bætir við: „Ljóst er eins og staðan er núna að ekki verður hægt að taka inn ný börn eftir sumarfrí ef ekki bætast fleiri starfsmenn við. Nú er því um að gera fyrir alla að ýta við efnilegum starfsmönnum og hvetja þá til að sækja um starf í leikskólanum okkar.“ /MHH Stykkishólmur: Viðbygging við Leik- skóla Stykkishólms Flúðir: Starfsmenn hætta Viðbygging er að hefjast við leik- skólann á Stykkishólmi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.