Bændablaðið - 22.07.2021, Side 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 19
Nýr vörulisti
og vefverslun
Hampiðjan hefur um árabil verið sölu-
og þjónustuaðili fyrir lyftibúnað með
víðtæka þjónustu við sveitarfélög,
verktaka og aðra framkvæmdaaðila.
Við höfum et þessa starfsemi og gert enn betur,
aukið við vöruúrvalið, bætt aðgengið og gert
pantanir og kaup auðveldari með vefverslun.
Skoðaðu
nýja vörulistann og vefverslunina á:
hampidjan.is
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
KÚPLINGAR
gerðir dráttarvéla
Hröð ásetning I Hljóðlátur I Viðhaldslítill I Sveigjanleiki í uppsetningu
FULLWOOD M²ERLIN
Mjaltaþjónn
Öllum finnst okkur sumarið á
Íslandi vera helst til of stutt fyrir
okkar smekk. Gjarnan vildum við
hafa sól og sumaryl lengi fram
eftir haustinu en það er víst ekki
eitthvað sem við getum stjórnað.
En eitt sem við getum hins vegar
gert er að gera sumarlegt í kringum
okkur og ýmist valið blóm sem
blómstra seint eða standa lengi fram
eftir haustinu.
Þrenningarfjólan er íslensk
tegund sem er bæði harðgerð og
svo er hún lengi að koma með blóm
eftir að hún byrjar að blómstra í júní.
Hægt er að smella þeim út í garð
og þær lifa frekar lengi fram eftir
haustinu með sínum fallega fjólu-
bláa, gula og hvíta lit. Hún er fal-
leg og mikil garðaprýði ásamt því
að vera tákn Garðyrkjuskólans á
Reykjum.
Skrautkál getur verið virkilega
skemmtilegt og litríkt í garðinum.
Það er harðgert og þolir vel frost
fram eftir ári og getur jafnvel staðið
af sér veturinn á skjólgóðum stöðum
sunnanlands eða í þau skipti sem við
Íslendingar fáum mildan vetur.
Stjúpur eru löngu orðnar að hálf-
gerðri klassík í íslenskum görðum.
Þær eru til í ótal litum og litasam-
setningum og eru þær ekki bara fal-
legar heldur virkilega duglegar að
halda sér lengi fram eftir hausti með
blómin sín stór og falleg. Stjúpurnar
eru tvíærar og mynda fræbelgi að
blómstrun lokinni og sá sér fyrir
komandi sumar. Þá er ómögulegt
að spá fyrir um hvaða litir koma
upp og getur það verið virkilega
spennandi að fylgjast með því um
komandi sumar.
Snædrífa er lágvaxin og fíngerð
en virkilega harðgerð og falleg
planta sem blómstrar hvítum,
fölbleikum eða fjólubláum blómum.
Hún stendur í blóma allt sumarið,
þekur vel þar sem hún er gróðursett
og vill helst fá góðan og bjartan stað.
Þessi fallega planta stendur vel og
er mikið prýði alveg inn í haustið en
þolir þó ekki frost.
Ljónsmunni er tignarlegt fjölært
sumarblóm sem vex helst á skjól-
góðum og sólríkum vaxtarstað en
er einnig harðgert og duglegt. Það
getur orðið allt að 90 sentímetrar á
hæð en algengast í görðum er um 40
sentímetrar háar plöntur. Blómin eru
í klasa upp eftir blómstönglinum,
fremur óregluleg með blóm sem eru
oftast einlit og er um virkilega fal-
lega liti að velja.
Guðrún Birna Brynjarsdóttir,
garðyrkjunemi.
Sumarblóm:
Lengdu sumarið í garðinum
Ljónsmunni.
Silfurkambur.
Skrautkál.