Bændablaðið - 22.07.2021, Side 23

Bændablaðið - 22.07.2021, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 23 Trimmað að tómötunum ̶ Nú ert þú ófeimin við að versla matvæli sem sett eru á lægra verð (99 kr.) í verslunum á meðan almenningur hefur gjarnan veigrað sér við því. Þó er þetta að breytast. Viltu meina að fólk sé meðvitaðra en áður? „Það er áhugavert – fyrst þegar Krónan og aðrar verslanir fóru að bjóða upp á vörur með afslætti þá þótti fólki ekki við hæfi að láta sjá sig nálægt slíku – líkt og þeim þætti það vera að taka niður fyrir sig með því að versla ódýrari vörur. Nú í dag hins vegar liggur við kapphlaupum að 99 kr. tómataboxum og þess háttar varningi. Þannig ég tel að hugsunarhátturinn sé að breytast til hins betra auk þess sem fólk tekur eftir að þetta borgar sig fjárhagslega. Þó er líka áhugavert að Íslendingar hafa í áravís talið fullkomlega í lagi að versla annars flokks ávexti og grænmeti sem send eru til landsins – hálfskemmdu og varla ætluðu til manneldis. Annars þekki ég til fólks sem stundar það sem er kallað „dumpster diving“ (gámagrams á ísl.) en sjálf kýs ég frekar að kaupa vörurnar ef það hvetur verslanir til að bjóða almenningi upp á slíkt – en þannig minnkar einnig kolefnissporið þeirra.“ Urðun óseldrar tísku ̶ Varðandi tískubylgjur almennt. Fyrir nokkrum árum voru varla til nytjaverslanir sem finnast nú víða, vel sóttar af bæði áhrifavöldum jafnt sem hinum almenna borgara sem versla þar og selja grimmt, og má jafnvel við slagsmálum í Barnaloppunni þegar vel lætur! Telur þú að fólk geri sér grein fyrir hver ávinningurinn af endurvinnslu fatnaðar er – eða er þetta einungis móðins akkúrat núna? „Sem unglingur verslaði ég fötin nær eingöngu í nytjaverslunum, meira til að skapa minn eigin stíl, og það á sjálfsagt einnig við um hluta þeirra sem versla í slíkum búðum. Hvað varðar barnaföt finnst mér eðlileg skynsemi að nýta þau sem mest því börn vaxa mjög hratt upp úr fötum. Verðlag nytjaverslana á Íslandi er því miður enn þá í hærri kantinum og vegna þess þurfa neytendur oft að gera upp við sig hvort þeir kaupi tíu stuttermaboli í HM eða leyfi sér að kaupa flotta 80‘s hettupeysu í búð sem selur notuð föt. Há verðlagning hvetur því miður til „fast fashion“ (skynditíska á ísl.) sem er hugtak yfir fatnað, framleiddan eins fljótt og hægt er, í þeim tilgangi að neytendur geti sem fyrst klætt sig í afurðir tískupallanna. Hugmyndin á bakvið „fast fashion“ er einnig að gera stórum hópi neytenda kleift að klæðast nýjustu tísku á sem lægstu verði – en þeir sem gjalda fyrir slíkt er stór hópur jarðarbúa sem vinnur við að framleiða fötin við ómannúðlegar aðstæður – auk þess sem óseldan fatnað má finna í miklum mæli á urðunarstöðum úti um allan heim. Þetta er ekki sú framtíðarsýn sem ég tel æskilega og eitthvað sem fólk mætti vera meðvitaðra um.“ Leggjum hönd á plóg ̶Hver er þín framtíðarsýn? Stutt og laggott? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að forsvarsmenn sérhvers iðnaðar, og hver einstaklingur, geri sér raunverulega grein fyrir þeirri staðreynd að fyrirbyggjandi breytinga er þörf. Allir ættu að geta gert minni háttar breytingar sem svo saman hafa áhrif. Það er sorglegt hvað peningar koma mikið við sögu í þessum málefnum. Þeim mun meiri peningum sem fólk eyðir í verslunum sem eru að standa sig í meðvituðum stjórnarháttum, hefur opin augun þegar kemur að matar- sóun eða passar upp á að tryggja rétta framkvæmd framleiðsluferlis yfir höfuð ... þarna er framtíðin, þetta eru fyrirtækin sem fólk á að hafa viðskipti við. Ekkert okkar fer í gegnum lífið alveg á fullkominn hátt, en öll ættum við þó að geta lagt hönd á plóg. Og það er mín framtíðarsýn!“ /SP KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur - hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. Jarðarber með náttúrulegan sjarma.Ferskt grænmeti í regnbogans litum enda beint úr gróðurhúsinu. Girnilegar gulrætur . Nýtíndar kryddjurtir. Skrautblómin í gróðurhúsi Kittyar eru ma. fingurbjargarblóm og liljur. Kúrbítur af kringlóttri tegund.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.