Bændablaðið - 22.07.2021, Page 25

Bændablaðið - 22.07.2021, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 25 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Steinsagir – Kjarnaborvélar – Gólfsagir Allt fyrir atvinnumanninn MHG Verslun ehf / Víkurhvarfi 8 / 203 Kópavogi / S: 544-4656 / mhg.is Husqvarna K770 Sögunardýpt 12,5cmDM400 kjarnaborvél Hámark: 350mm LF75 LAT Jarðvegsþjappa Þjöppuþyngd 97 kg Plata 50x57cm Steinsagarblöð og kjarnaborar FS400 LV Sögunardýpt 16,5cm K7000 Ring 27cm Sögunardýpt 27cm Um hundrað manns mættu til veisluhalda á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Króksstaðabændur, hjónin Helga Árnadóttir og Guðmundur Karl Tryggvason, eigendur jarðarinnar ásamt Stefáni Erlingssyni sem á þar hús, buðu hestamönnum að koma við og gera sér glaðan dag yfir saltkjöti og gúllassúpu. „Það var greinilegt að fólk þyrstir í skemmtilegar samverustundir, eftir langan vetur án mikils samkomuhalds,“ segir Guðmundur. Hann og Helga hafa hross sín í haga á Króksstöðum, halda þar hænur og eru með matjurtagarð, en búa á Akureyri. Söltuðu of mikið eða borðuðu of lítið? Guðmundur og Stefán hafa lengi verið samtíða í hestamennsku og brallað eitt og annað saman í áranna rás. Þeir til að mynda salta hrossakjöt í tunnur á haustin og sáu þegar á leið vorið að annaðhvort hafi verið ríflega sett í tunnurnar eða matarlystin með lakara móti, því mikið var til. Þeim datt því í hug að blása til veislu og bjóða Léttisfélögum að koma yfir, en hægur vandi er úr hesthúsahverfum Akureyrar yfir á Króksstaði einhesta. Slegið á létta strengi „Það var nóg til fyrir alla, við vorum undir það búnir að taka á móti svo stórum hóp,“ segir Guðmundur sem er matreiðslumaður og starfaði og rak Bautann um árabil. Um 60 manns höfðu boðað þátttöku og þá mátti alltaf eiga von á slatta af fólki sem ekki hefði hirt um að skrá sig. Auk saltkjötsins var elduð gúllas- súpa og fengu allir vel að borða, það var slegið á létta strengi, mikið hlegið og vitanlega tóku hestamenn lagið og sungu við raust. /MÞÞ Króksstaðabændur: Buðu hestamönnum í saltkjötveislu Dýrindis saltkjöt var á boðstólum auk gúllassúpu sem rann ljúft ofan í mannskapinn.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.