Bændablaðið - 22.07.2021, Page 29

Bændablaðið - 22.07.2021, Page 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 29 segir að það sé skemmtilegt að sýna gestum aðstöðuna, þeir koma heim á sveitabæinn þeirra og fá að sjá og upplifa það sem verið er að sýsla við daglega. Hænur eiga það til að ganga yfir hlaðið, heimalningar jarma og láta í sér heyra þegar þeir verða svangir og stöku sinnum baula kálfar utan við gluggann. „Það er óhætt að segja að það er fjör hjá okkur í Sillukoti og við vonumst eftir að fá sem flesta gesti til okkar í heimsókn í sumar.“ Sigríður segir að nafnið Sillukot megi rekja til ömmu hennar og alnöfnu sem gjarnan var kölluð Silla á Gunnarsstöðum. „Þegar ég stend í dyrunum á kotinu okkar horfi ég yfir á gamla bæinn á Gunnarsstöðum þar sem hún bjó en óneitanlega verður mér oft hugsað til hennar eftir að við hófum þessa vegferð,“ segir hún. Jurtir úr íslenskri náttúru í sápunum Sælusápur komu sér upp vefverslun síðastliðið haust og segir Sigríður að hún hafi skilað talsverðu, enda var bróðurpart liðins ár lítið hægt að fara um og taka þátt í mörkuðum líkt og smáframleiðendur gera gjarnan. Vefverslunin verður starfrækt áfram, enda þægilegur verslunarmáti sem margir hafa tileinkað sér undanfarin misseri. Nú þegar hefur fyrirtækið aflað sér nokkurra viðskiptavina sem hún segir að kalla megi fastakúnna. „Kórónuveirufaraldurinn breytti heilmiklu fyrir okkur. Margir af okkar endursöluaðilum byggðu á sölu til ferðamanna, þannig að sala dróst verulega saman þegar þeir hurfu af landinu. En á sama tíma byggðist íslenskur markaður upp hægt og rólega,“ segir Sigríður. Hún nefnir að Sælusápur sem innihalda íslenskar og handtíndar jurtir hafi reynst þeim vel sem hafa viðkvæmar hendur sem þorna við mikla sprittnotkun og handþvott. Hörkuvinna fram undan við að byggja upp markað „Best er að hafa markaðinn blandaðan, bæði Íslendinga og útlendinga,“ bætir hún við og nefnir að við Íslendingar eigum að sjálfsögðu að nota vörur sem framleiddar eru á Íslandi sé þess kostur en slíkt er umhverfisvænna og styrkir búsetu í landinu. En einnig er gaman að erlendir ferðamenn geti notið þess að taka mér sér vörur framleiddar á landinu og á þann hátt tekið með sér brot af Íslandi þegar haldið er heim. Það eigi við um sápurnar sem innihaldi íslenska kindatólg og jurtir úr íslenskri náttúru. „Fram undan hjá okkur er hörkuvinna við að byggja upp sterkan markað, aðstaðan er komin svo nú brettum við upp ermar og hefjumst handa. Við höfum fulla trú á að framleiðsla okkar vaxi og dafni. Við ætlum svo sannarlega að nýta okkur það að styrkja búsetu okkar í sveitinni með eigin framleiðslu,“ segir Sigríður. Sigríður hellir heiðarsælu í sápumót til að láta hana harðna. STÁLGRIND TIL SÖLU! 495 fm2 (18x27,5m) Nánari upplýsingar veitir Gísli Már 842-5462 | gislia@veritas.is < < < < 6 m < < 6 m < < 6 m < < 3 .2 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 18 m 27.5 m < < 4 .1 m 5. 5. 5. 5. Sillukot sækir nafn sitt til ömmu Sigríðar og alnöfnu sem á sinni tíð bjó á Gunnarsstöðum. Sláttutraktorar, sláttuvélar, slátturóbotar og margt fleira Allt fyrir garðsláttinn MHG Verslun ehf / Víkurhvarfi 8 / 203 Kópavogi / S: 544-4656 / mhg.is Fatnaður og aukahlutir Slátturóbot 315X Slær allt að 1500m2 545RX Hestöfl: 3hp 550 XP MKII Hestöfl: 4,2hp Traktor TC238T Hestöfl: 18hp LC353AWD Hestöfl: 4,8hp Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.